Tómata-Kúrbítsbrauð – hveitilaust og dúnmjúkt

  Kúrbítur er í sísoni núna. Kúrbítur er frændi gúrkunnar og svo dásamlega brúklegur í allskonar bakstur og matargerð. Nánast hitaeiningasnautt en gefur dásamlega fyllingu og mýkt í allan bakstur og graut án þess að bæta við karólínum. Til dæmis þetta hveitilausa kúrbítsbrauð sem sprengir alla hamingjuskala og bullandi reifpartý upphefst á tungubroddinum. Brauðið er […]

Read More…

Hinn frægi prótínís Naglans

  Þeir sem fylgjast með Naglanum á Snapchat og Instagram hafa eflaust slefað á símtækið yfir póstum um eftir-æfingu gleðina sem er hnausþykkur prótínsjeik toppaður með ávöxtum, súkkulaðisósu og kakónibbum. Naglinn er áferðarperri og vill hafa sína sjeika þykka eins og steinsteypu sem þarf helst að borða með hníf og gaffli og skóflar gleðinni upp […]

Read More…

Græni þrumuísinn

    Naglinn er áferðarperri. Allt þarf að vera þykkt. Lepjuþunnir sjeikar valda óhamingju í sinninu og     Sumir drekka grænu þrumuna sína. Úr glasi eða krús. Sumir gera grænu þrumuna svo þykka að hana þarf að borða úr skál. Með skeið. Eða hníf og gaffli. Tekur ekki nema 5 mínútur og málið er […]

Read More…

Mokkakaka í bolla…. Mokkasína

  Það er eitthvað ávanabindandi við baunaprótínbragð. Þeir sem hafa smakkað og brúkað það í heilsubakstur skilja mjúkheitin og lekkerheitin sem það gefur í bakkelsið. Þegar það síðan blandast við kakó og kaffibragð þá fara öll skilningavit á fullt. Sambland af kaffi og súkkulaði gefur henni rétt á að heita mokkakaka… eða mokkasína eins og Naglinn […]

Read More…

Hnetusmjörs brownies

  Þessar litu dagsins ljós í matarboði nýlega og slógu svo mikið í gegn að allur skammturinn kláraðist og húsmóðirin þurfti að snara fram jarðarberjum í hallæri. Það sem kom á óvart var að gestirnir voru ekki prótínslafrandi járnrífingamelir, heldur MeðalJón og Gunna, sem eru vön sykruðum hnallþórum og dísætum snúðum í desa. Þegar slík […]

Read More…

Rósmarínbrauð

  Þetta rósmarínbrauð leit dagsins ljós á einu af námskeiðum Naglans og sló rækilega í gegn eins og góður slagari með Gunna Þórðar. Sneiðarnar ruku út hver af annarri ofan í ginin á svöngum heilsumelum. Ekkert hvítt hveiti, enginn sykur, ekkert ger, ekkert glútein. Bara margar sneiðar af dásamlegri hollustu og hnossgæti.   Rósmarín prótínbrauð […]

Read More…

4-mínútna prótínkaka Naglans

Hefur þú aldrei prófað horuðu 4-mínútna súkkulaðiköku Naglans? Hún er appelsínugulur björgunarkútur þegar sykurpúkinn gerir hosur sínar grænar og hvíslar ástarljóðum í eyrað á þér. Hún er haukur í horni þegar réttlætingarnar fyrir að detta niður í sukksvaðið eru við það að ná yfirhöndinni í baráttunni við skynsemina. Og það besta er að hún krefst […]

Read More…

Brownies Naglans

Heyrði ég rétt? Skinhoraðar brownies? Úr baunum??  Og ekki nema 45 kcal í bita (ath! ekki allri kökunni). Stöðvið tímann gott fólk, því þessi unaður mun senda ykkur beinustu leið með DHl í útópíu af átgleði. Svartar baunir sem staðgengill hveitis í hollustubakkelsi er mesta snilld sem mannkynið hefur notið góðs af síðan handlóðið var […]

Read More…

Rísalamandbúðingur

Ó.MÆ.GOD…. eins og Sálarmenn sögðu…. Þú fullkomnar mig. Þessi uppskrift er sett hér upp af einskærum eiginhagsmunum, sjálfselsku og eigingirni, því þessa upplifun verður að dókúmentera og geyma en alls ekki falla í gleymskunnar dá.   Rísalamand búðingur 75 g kotasæla 1/2 skófla vanillu Whey (Naglinn notar Trutein) 1/4 tsk NOW xanthan gum 1 tappi […]

Read More…

Hugmyndir fyrir gómsæta prótínsjeika

Eins og hafragrautur og eggjahvítur eru prótínsjeikar eins og auður strigi málarans og geta breyst í allra kvikinda líki með hin ýmsu krydd, síróp, bragðdropa að vopni.   Grunnur: 1 skófla prótínduft: vanillu/súkkulaði/hvítt súkkulaði. Hvað sem passar best og kitlar þinn pinna. 1/2 tsk xanthan gum (til þykkingar, fæst í Kosti) 10 klakar 100 ml […]

Read More…