Hnetusmjörs brownies

IMG_1197

 

Þessar litu dagsins ljós í matarboði nýlega og slógu svo mikið í gegn að allur skammturinn kláraðist og húsmóðirin þurfti að snara fram jarðarberjum í hallæri. Það sem kom á óvart var að gestirnir voru ekki prótínslafrandi járnrífingamelir, heldur MeðalJón og Gunna, sem eru vön sykruðum hnallþórum og dísætum snúðum í desa. Þegar slík vígi falla gleðst Naglinn, því það er eitt skref í átt að heimsyfirráðum heilsunnar.

IMG_1198

 

Naglinn hefur oft bakað brúnkur uppúr NOW baunaprótíni sem er ekkert minna en stórkostlegt í bakstur. Vegan prótínduft henta oft mun betur í bakstur en mysuprótín því allt verður svo sjúklega mjúkt undir tönn. Slíkar snúllur hafa endurfæðst í hinum ýmsu varíasjónum á matreiðslunámskeiðunum, en næsta námskeið verður einmitt í Grindavík, 15. febrúar n.k. Sjá nánar hér

En að þessu sinni var sjóndeildarhringurinn í bakkelsisgerð víkkaður, og Sunwarrior hrísgrjónaprótín brúkað í brúnkurnar með þessum líka glæsilega árangri. Þær urðu meira “flöffí” en með baunaprótíninu og súkkulaðibragðið í prótíninu harmóneraði dásamlega með kakóinu og hnetusmjörinu.

Uppskrift
Brownies
1 skófla Sunwarrior súkkulaðiprótín
100 ml Kókoshnetumjólk eða Isola ósætuð möndlumjólk
2 msk Hershey’s kakó
150g elduð sæt kartafla
3 eggjahvítur
1 msk NOW Erythritol
1 msk Monki hnetusmjör
1 tsk lyftiduft

 

 

IMG_1204

 

 

IMG_1206

Kremið ofaná er bara ósætuð eplamús og Hershey’s kakó hrært saman í þykkan massa og svo slummað ofan á kökuna.

IMG_1205

 

Aðferð.

1.Henda öllu í skál og hræra saman með töfrasprota þar til orðið að þykku deigi.
2.Hella í lítið smurt eldfast mót, kökuform eða múffuform og baka við 170° í c.a 15 mínútur.
3. Leyfa að kólna aðeins áður en kreminu er slummað ofan á kökuna
4. Horaður ísinn ofaná er einfeldnin uppmáluð. Hræra möndlumjólk og NOW Better Stevia saman í blandara. Hella í klakaform og frysta. Mauka svo saman með töfrasprota og 1/2 tsk xanthan gum

IMG_1201

 

Allt stöffið í brownies fæst í gósenlandi heilsuspaðans, Nettó.

nettó-lógó