Bjútifúl brúnterta – sykurlaus og glúteinfrí

  Það er fátt jólalegra en brúntertusneið með hvítu kremi sem lekur niður munnvikin á meðan lægðirnar berja rúðuna með skafrenningi og norðan átján. Það sendir nostalgíustrauma niður hryggjarsúluna og ég fer aftur í eldhúsið hjá ömmu í Safamýrinni eftir skóla með nýbakaða brúntertusneið og ómþýðir tónar Rásar 1 streyma úr viðtækinu. Hér er tekinn […]

Read More…

Sykurlaus súkkulaðibúðingur

    Það verða samin ljóð um þennan súkkulaðibúðing. Hann sendir bragðlaukana í sturlunarástand því þeir trúa ekki að hér sé sykurlaust gúmmulaði að þvælast um munnholið. Ef þú átt þennan í ísskápnum eftir kvöldmatinn þarftu ekkert að óttast skápaskröltið sem herjar á sinnið eftir tíufréttir því sykurpúkinn steinþegir eftir að þessi er kominn í […]

Read More…

Tjásaður kakókjúlli

Þessi kjúllaréttur er svo mikið uppáhalds. Það er eitthvað við tætt og tægjað kjöt sem fær áferðarperrann í gininu til að skríkja af gleði. Og kakói blandað saman við ásamt heitum kryddum, reyktu bragði og nettu chili mætir súkkulaðiperrinn á kantinn, og standandi eftirpartý upphefst í munninum.   Það besta við þennan tjásaða kjúllarétt er […]

Read More…

Græni þrumuísinn

    Naglinn er áferðarperri. Allt þarf að vera þykkt. Lepjuþunnir sjeikar valda óhamingju í sinninu og     Sumir drekka grænu þrumuna sína. Úr glasi eða krús. Sumir gera grænu þrumuna svo þykka að hana þarf að borða úr skál. Með skeið. Eða hníf og gaffli. Tekur ekki nema 5 mínútur og málið er […]

Read More…

Ávanabindandi Brownies – hveitilausar og sykurlausar

Þessi brúnka (brownies) hefur farið sigurför um landið á matreiðslunámskeiðum Naglans, Now og Nettó í hinum ýmsu bæjarfélögum. Þær eru hættulega ávanabindandi og sitja í ísskápnum klesstar en samt svo mjúkar. Gómsætar og gordjöss. Súkkulaðibragðið svo unaðslegt. Og garga á þig að fá þér bara einn bita í viðbót… sem er allt kei, því þær eru horaðar, […]

Read More…

Hnetusmjörs brownies

  Þessar litu dagsins ljós í matarboði nýlega og slógu svo mikið í gegn að allur skammturinn kláraðist og húsmóðirin þurfti að snara fram jarðarberjum í hallæri. Það sem kom á óvart var að gestirnir voru ekki prótínslafrandi járnrífingamelir, heldur MeðalJón og Gunna, sem eru vön sykruðum hnallþórum og dísætum snúðum í desa. Þegar slík […]

Read More…

Matreiðslunámskeið Naglans, Nettó og NOW, Akureyri 21. nóv, 2015

Naglinn átti stórkostlega helgi í höfuðstað Norðurlands með matreiðslunámskeið sitt í samstarfi við Nettó, NOW og Under Armour. Af fenginni reynslu eru Akureyringar höfðingjar heim að sækja. Lífsgleðin. Jákvæðnin. Viðmótið. Kurteisin. Gestrisnin.   Og þetta skiptið var engin undantekning. Hjálpsemin í Nettó starfsfólkinu á heldur sér enga líka, og flaggskipið á Glerártorgi stóð heldur betur […]

Read More…

Desertapizza með súkkulaði og banana

Heitir bananar eru litlir kristallar af fullkomnun sem dansa í gómnum. Bananar og súkkulaði er harmónía sem var búin til í himnaríki. Pizza er uppfinning guðanna. Allt þetta sameinað í eina hollustusæng er guðsgjöf til heilsumelsins en þetta dásamlega sköpunarverk leit dagsins ljós í epískri framkvæmdagleði á síðasta matreiðslunámskeiði Röggu Nagla. Næsta námskeið verður á Akureyri í […]

Read More…

Dauðsfall af völdum súkkulaðis

  Þessi kaffibollakaka er samansafn af litlum kristöllum af fullkomnun sem brotna niður á tungunni og gefa þér pínulitla innsýn inn í Nirvana lífið hinum megin. Ef einhver spyr þig hvort þú borðir ekki of mikið af mat með súkkulaðibragði, skaltu strika viðkomandi útaf jólakortalistanum. Þú þarft ekki slíkan bölmóð og bresti í þitt líf. […]

Read More…

Sjúklega gómsætar súkkulaðibitakökur

Það finnast ekki nógu sterk lýsingarorð í íslenskri tungu fyrir þessar súkkulaðibitakökur. Dökkar og dásamlegar. Hollar og horaðar. Sykurlausar og sjúklega mjúkar. Þær bráðna í munninum og renna aftur fyrir úfinn án mikillar hjálpar frá tanngarðinum.   Þessar kökur innihalda eingöngu náttúruleg hráefni. Það má nota sykurlaust súkkulaði í staðinn fyrir kakónibbur Þær má síðan […]

Read More…