Dauðsfall af völdum súkkulaðis

IMG_6605

 

Þessi kaffibollakaka er samansafn af litlum kristöllum af fullkomnun sem brotna niður á tungunni og gefa þér pínulitla innsýn inn í Nirvana lífið hinum megin.

Ef einhver spyr þig hvort þú borðir ekki of mikið af mat með súkkulaðibragði, skaltu strika viðkomandi útaf jólakortalistanum. Þú þarft ekki slíkan bölmóð og bresti í þitt líf.
Bara gleði og bleik hjörtu… og meira súkkulaði.

 

 

 

 

Dauðsfall af völdum súkkulaðis
1 skammtur
40g haframjölshveiti (haframjöl malað í blandara)
1 msk NOW kókoshnetuhveiti
1 tsk lyftiduft
1 msk Hershey’s ósætað kakó
2 tsk NOW erythritol
1 msk hreint skyr/laktósafrítt skyr/kvark/kesam
2 eggjahvítur
2 msk ósætuð Isola möndlumjólk
1/2 eldaður kúrbítur (vafinn í álpappír og bakaður í 50 mín á 200°)

NOW erythriol

Súkkulaðikrem
1 msk Hershey’s ósætað kakó
1 msk NOW Stevia Hot chocolate
dass af ósætaðri möndlumjólk
Valfrjálst: bragðdropar, Better Stevia, sjávarsalt, appelsínubörkur, chiliduft, rifinn kókos.

IMG_6600

  1. blanda öllu stöffinu í kökuna saman með töfrasprota/í blandara eða matvinnsluvél
  2. skella deiginu í örbylgju Sistema skál (þarf ekki að spreyja). Jafna kökuna vel út að ofan.
  3. 20140629_203250
  4. Örra kvekendið í 3 mínútur. Hvolfa á disk. Leyfa að kólna
  5. Á meðan er öllu í kremið hrært saman þar til verður að þykkum massa. Smyrja yfir kökuna.

A39A1579

 

 

 

Búðu þig undir ótímabæran dauðdaga af völdum súkkulaðis.

IMG_6604

 

Þessi er hreinn og klár unaður með horuðum þeyttum rjóma úr undanrennu og NOW Better Stevia French vanilla dropum. Þeytt með Bamix töfrasprota.

 

IMG_9579

 

 

IMG_2426

IMG_6606

 

NOW vörurnar og Sistema örbylgjuskálin, sem og allt hitt stöffið í kökugleðina fást í Nettó.

nettó-lógó

NOW-logo