Þessi kaffibollakaka er samansafn af litlum kristöllum af fullkomnun sem brotna niður á tungunni og gefa þér pínulitla innsýn inn í Nirvana lífið hinum megin.
Ef einhver spyr þig hvort þú borðir ekki of mikið af mat með súkkulaðibragði, skaltu strika viðkomandi útaf jólakortalistanum. Þú þarft ekki slíkan bölmóð og bresti í þitt líf.
Bara gleði og bleik hjörtu… og meira súkkulaði.
Dauðsfall af völdum súkkulaðis
1 skammtur
40g haframjölshveiti (haframjöl malað í blandara)
1 msk NOW kókoshnetuhveiti
1 tsk lyftiduft
1 msk Hershey’s ósætað kakó
2 tsk NOW erythritol
1 msk hreint skyr/laktósafrítt skyr/kvark/kesam
2 eggjahvítur
2 msk ósætuð Isola möndlumjólk
1/2 eldaður kúrbítur (vafinn í álpappír og bakaður í 50 mín á 200°)
Súkkulaðikrem
1 msk Hershey’s ósætað kakó
1 msk NOW Stevia Hot chocolate
dass af ósætaðri möndlumjólk
Valfrjálst: bragðdropar, Better Stevia, sjávarsalt, appelsínubörkur, chiliduft, rifinn kókos.
- blanda öllu stöffinu í kökuna saman með töfrasprota/í blandara eða matvinnsluvél
- skella deiginu í örbylgju Sistema skál (þarf ekki að spreyja). Jafna kökuna vel út að ofan.
- Örra kvekendið í 3 mínútur. Hvolfa á disk. Leyfa að kólna
- Á meðan er öllu í kremið hrært saman þar til verður að þykkum massa. Smyrja yfir kökuna.
Búðu þig undir ótímabæran dauðdaga af völdum súkkulaðis.
Þessi er hreinn og klár unaður með horuðum þeyttum rjóma úr undanrennu og NOW Better Stevia French vanilla dropum. Þeytt með Bamix töfrasprota.
NOW vörurnar og Sistema örbylgjuskálin, sem og allt hitt stöffið í kökugleðina fást í Nettó.