Dalgona kaffi prótínsjeik

  Dalgona kaffi er að sprengja internetið og samfélagsmiðla um þessar mundir og allir og frændi þeirra keppast að pósta myndum á samfélagsmiðla af sötri á þessum kóreska kaffidrykk. Dalgona er eins og cappucino á hvolfi með freyðandi kaffiflöffi ofan á heitri eða kaldri mjólk. En hvað með að skúbba kaffiflöffi ofan á hnausþykkan vanilluprótínsjeik? […]

Read More…

Viltu hraðari grunnbrennslu?

Ertu að spóla í hjólförunum í fitutapi? Alveg sama hvað þú borðar lítið og æfir mikið þá er buxnastrengurinn alveg jafn þröngur? Þú borðar minna og minna. Prófar ketó, plöntumiðað, paleó, lágkolvetna, föstur. En mörin haggast ekki um gramm. Eina sem þú ert að tapa er vitglóran og lífsgleðin. Margir hoppa frá einum kúr til […]

Read More…

Afmæliskaka Naglans

Þegar gúmmulaði og gleði í hollustukökum er troðið í smettið á hverjum degi þarf enginn að líða skort og slátra sykruðum kaloríuríkum hnallþórum sem skila engri næringu, bara sykursvita og samviskubiti. Naglinn á stórafmæli bráðlega og þessi kaka verður gúlluð enda vekur hún gleði og hamingju í munnholi og maga, Þegar við erum hamingjusöm í […]

Read More…

Endurheimt eða örmögnun

Þú vaknar eins og þú hafir sofið í frauðplastkúlum makaður í kókosolíu í silkináttfötum frá Guðsteini. Þú mætir á æfingu og reykir járnið vafið upp filterslaust. Bætingar hrannast upp og þú gætir verið með svefnpokapláss í ræktinni og æft sólarhringum saman   Aðra daga ertu jafn öflugur á æfingu og borðtuska klukkan fimm að morgni […]

Read More…

Góðgerlar

  Vissir þú að bakteríur í líkamanum eru 10 sinnum fleiri en frumur líkamans? Og megnið af þessum bakteríum lifa og starfa í þörmunum. En það er óþarfi að fara á límingunum. Þú vilt meira líf í þörmunum. Því meira partý þarna niðri stuðlar að betri heilsu. góðar bakteríur hjálpa okkur halda heilsunni í blússandi […]

Read More…

Ostalaus ostasósa

Ostalaus ostasósa næringarger er parmesanostur veganætunnar. Næringarger gefur saltbragð í mat og brúklegt í allskonar fyrir átvögl. Til dæmis í pizzabotna, falafelbollur, ostapoppsblómkál,ostalausa ostasósu eins og þessa hér…..   Ostalausa ostasósan (veganvæn) 1 dl næringarger  (frá NOW eða Naturata) 2 msk MONKI tahini (sesamsmjör) 1 tsk salt 1 tsk hvítlauksduft 1 tsk túrmerik 1 dl […]

Read More…

Næturgrautar í allra kvikinda líki

Haframjöl er eins og auður strigi málarans og má breyta í allra kvikinda líki. Mikið uppáhalds er næturgrautur sem stendur bara tilbúinn til átu í ísskápnum. Það eina sem þarf að gera er að sulla saman innihaldinu í skál. Hræra saman með gaffli. Henda í ísskáp og málið er dautt. Daginn eftir þegar garnirnar gaula […]

Read More…

Dagur í lífi Naglans

Þessi pistill birtist í Heilsublaði Nettó í september 2017 Dagur í lífi Röggu Nagla Hvernig er dæmigerður dagur í mínu lífi? Ég er algjör morgunhani og er yfirleitt komin á fætur milli 6 og 6:30. Stundum fyrr ef það er mjög annasamur vinnu dagur framundan en ég vinn sem sálfræðingur í Kaupmannahöfn þar sem ég […]

Read More…

Kreatín

Kreatín?? Flestir sem hafa blaðað í gegnum vöðvatímarit, stælta Instagramm skrokka eða Feisbúkk prófíla hafa rekist á þetta orð. En hvað er þetta fyrirbæri fyrir nokkuð? Kreatín finnst í vöðvum líkamans í formi fosfórkreatíns og er myndað úr þremur amínósýrum: arginine, glycine, methionine. Fullvaxta karlmaður eyðir í kringum 2g af kreatíni á dag og fyllir […]

Read More…

Tómata-Kúrbítsbrauð – hveitilaust og dúnmjúkt

  Kúrbítur er í sísoni núna. Kúrbítur er frændi gúrkunnar og svo dásamlega brúklegur í allskonar bakstur og matargerð. Nánast hitaeiningasnautt en gefur dásamlega fyllingu og mýkt í allan bakstur og graut án þess að bæta við karólínum. Til dæmis þetta hveitilausa kúrbítsbrauð sem sprengir alla hamingjuskala og bullandi reifpartý upphefst á tungubroddinum. Brauðið er […]

Read More…