Tómata-Kúrbítsbrauð – hveitilaust og dúnmjúkt

 

Kúrbítur er í sísoni núna. Kúrbítur er frændi gúrkunnar og svo dásamlega brúklegur í allskonar bakstur og matargerð. Nánast hitaeiningasnautt en gefur dásamlega fyllingu og mýkt í allan bakstur og graut án þess að bæta við karólínum.

Til dæmis þetta hveitilausa kúrbítsbrauð sem sprengir alla hamingjuskala og bullandi reifpartý upphefst á tungubroddinum.

Brauðið er dúnmjúkt eins og ungbarnasæng og þú færð kúlínaríska fullnægingu að bíta í það með þykku lagi af smjöri og osti.

 

Þetta brauð er hveitilaust og ekkert mál að gera glúteinfrítt með að nota glúteinfría hafra eða nota bókhveitimjöl í staðinn.

 

Tómata Kúrbítsbrauð

Uppskrift

1 skófla NOW baunaprótín
3 msk kókoshnetuhveiti
2.5 dl eggjahvítur
2 dl (glúteinfrítt) haframjöl
1/2 rifinn kúrbítur
1 tsk tómatpúrra
1 tsk Allos Tomato-Leek smyrja
1 tsk lyftiduft
krydd: salt, oregano, pizzakrydd og rósmarín

 

Baunaprótín er frábær staðgengill hveitis í bakstur

 

Aðferð:

Blanda öllu saman með sleif.
Hella í smurt álbrauðform eða sílíkonbrauðform.
Baka á 170°C í 25 mínútur eða þangað til knífur stungið í miðjuna kemur nánast þurr út.
Þetta brauð er betra að baka van en of.

 

Góð hugmynd að leyfa brauðinu aðeins að kólna áður en það er tekið úr forminu og skorið í sneiðar.
Þetta brauð er gott að frysta en þá er þjóðráð að skera það fyrst í sneiðar og leggja eldhúspappír á milli sneiðanna. Þá er lítið mál að henda einni og einni sneið í brauðristina.