Sjúklega gómsætt BBQ bakað blómkál

  Þessir barbikjú blómkálsvængir trylla alla bragðlauka og eru svo yfirgengilega gómsætir að þú þarft enga aðra uppskrift fyrir meðlæti, snarl, forrétt eða hreinlega sem aðalrétt með hrísgrjónum eða kartöflum. Innihaldið eiga flestir til í skápunum, og ef ekki þá er 25% afsláttur af öllu heilsustöffi í Nettó þessa dagana, 24 september til 4. október. […]

Read More…

Brjálæðislegt bakað blómkál með sætum sinnepstímjanhjúp

Innihald Einn stór blómkálshaus 2 msk Good Good sweet like syrup eða annað sykurlaust síróp 2 msk Grófkorna sinnep 1 msk sítrónuólífuolía (t.d Himnesk hollusta) 1 tsk Timjan klípa Lífsalt Aðferð Stilla ofn á 180°C Skera blómkálið í tvennt. Hræra öllu saman í sósuna Löðra sósunni yfir blómkálið og smyrja vel yfir allan hausinn. Skutla […]

Read More…

Himnesk pizza með makríl, döðlum og ólífum

  Allt sem er fljótlegt er besti vinur aðal. Því þegar þú kemur heim urlandi þreyttur eftir vinnu, búinn að berjast í seinnipartstraffík og skutla og sækja í tónmennt og íþróttir þá er nennan í núlli til að kokka upp hollustumáltíð frá grunni.   Heill sé þér makríll í dós…. fyrir örsnöggar máltíðir. Þessi pizza […]

Read More…

Löðrandi gómsætt brokkolíbeikonsalat

Aumingja brokkolí hefur stundum fengið ómaklega útreið og margir sem fitja uppá nefið og fussa og sveia þegar litlu grænu jólatrén koma á matarborðið.   En það mun breytast núna….   Þessi uppskrift mun gera brokkolíið að vinsælasta grænmetinu á ballinu.   Og hvað meira er hægt að biðja um þegar fyrirhöfn og vesen er […]

Read More…

Ostalaus ostasósa

Ostalaus ostasósa næringarger er parmesanostur veganætunnar. Næringarger gefur saltbragð í mat og brúklegt í allskonar fyrir átvögl. Til dæmis í pizzabotna, falafelbollur, ostapoppsblómkál,ostalausa ostasósu eins og þessa hér…..   Ostalausa ostasósan (veganvæn) 1 dl næringarger  (frá NOW eða Naturata) 2 msk MONKI tahini (sesamsmjör) 1 tsk salt 1 tsk hvítlauksduft 1 tsk túrmerik 1 dl […]

Read More…

Tómatfyllt eggaldin – kúlínarísk fullnæging í hverjum bita

  Imam Bayildi er eggaldinréttur sem ég panta ALLTAF ef hann er í boði á tyrkneskum veitingastað. Það er eitthvað í kombinasjóninni af tómötum, ólífuolíu og bökuðu eggaldin sem framkallar kúlinaríska stynjandi fullnægingu í munnholinu. Uppskrift  1 meðalstórt eggaldin 1 tsk hitaþolin ólífuolía, t.d Himnesk hollusta ½ rauðlaukur saxaður 1 hvítlauksrif marið 1 msk saxað […]

Read More…

Tryllingsleg karamella

Þó þú gerir ekki nema eitt í dag nema skella í þessa gómsætu karamellusósu. Sem hefur fengið þann hógværa stimpil að vera það allra gómsætasta á byggðu bóli. Til að bæta við ferilskrána er að þú þarft aðeins að plokka þrjú innihaldsefni úr skápunum Og tekur innan við fim mínútur í framkvæmd. Hvað getur maður […]

Read More…

Guðdómlegur grillkjúlli með dásamlegu meðlæti

Eftir að hafa spænt malbik Reykjavíkur í maraþoninu er mikilvægt að eldamennskan sé einföld og fljótleg því yfirleitt eftir slík átök er nennan í núlli til að snuddast mikið í eldhúsinu.   Því er upplagt að henda á grillið prótíngjafa beint í hungraða vöðvana. Hrísgrjón í pott til að fá góð kolvetni sem hefja prótínmyndun […]

Read More…

Tómata-Kúrbítsbrauð – hveitilaust og dúnmjúkt

  Kúrbítur er í sísoni núna. Kúrbítur er frændi gúrkunnar og svo dásamlega brúklegur í allskonar bakstur og matargerð. Nánast hitaeiningasnautt en gefur dásamlega fyllingu og mýkt í allan bakstur og graut án þess að bæta við karólínum. Til dæmis þetta hveitilausa kúrbítsbrauð sem sprengir alla hamingjuskala og bullandi reifpartý upphefst á tungubroddinum. Brauðið er […]

Read More…

Bezta hrásalat á norðurhjaranum

  Hef aldrei verið hrifin af hrásalati.   Þessu klassíska í plastbökkunum með mæjónesböðuðu hvítkáli og gulrótum og fundist það best geymt í ruslatunnunni. En nýlega smakkaði ég (með semingi þó) þetta guðdómlega hrásalat (coleslaw) á uppáhalds kjúllabúllunni minni, sem er Chicken Shop í Crouch End í London, og það trylltust öll skilningarvitin og nýjar […]

Read More…