Tómatfyllt eggaldin – kúlínarísk fullnæging í hverjum bita

 

Imam Bayildi er eggaldinréttur sem ég panta ALLTAF ef hann er í boði á tyrkneskum veitingastað. Það er eitthvað í kombinasjóninni af tómötum, ólífuolíu og bökuðu eggaldin sem framkallar kúlinaríska stynjandi fullnægingu í munnholinu.

Uppskrift 

1 meðalstórt eggaldin

1 tsk hitaþolin ólífuolía, t.d Himnesk hollusta
½ rauðlaukur saxaður

1 hvítlauksrif marið
1 msk saxað steinselja
½ söxuð paprika

½ saxaður tómatur
1 tsk NOW erythritol eða sukrin gold
½ tsk kúmín
1 msk tómatpúrra
salt og pipar

 

Aðferð:

Hita ofn í 230 °C

Opna eggaldin eftir endilöngu en ekki skera alla leið í gegn

Strá salti inn í eggaldin og láta standa í 10-20 mínútur
Klæða ofnskúffu með bökunarpappír og drissla ólífuolíu yfir.

Baka eggaldin á bökunarskúffu í 20 mínútur þar til húðin byrjar að krullast. Taka úr ofni og setja til hliðar.

Hita ólífuolíu á miðlungshita á stórri pönnu og steikja laukinn í nokkrar mínútur. Hræra reglulega

Bæta síðan papriku og hvítlauk útá pönnuna og steikja vel. C.a 5-10 mínútur
Salta og pipra. Bæta síðan hökkuðum tómötum, tómatpúrru, steinselju, erythritol og kúmín á pönnuna.

Steikja í c.a 5 mínútur í viðbót. Setja til hliðar.

Skúbba gumsinu af pönnunni yfir í sárið á eggaldininu.

Setja 2-3 msk af vatni á bökunarplötuna

Baka í 40-45 mínútur

Þegar allt er tilbúið á eggaldinið að vera alveg flatt og vatnið karamellíserað.

Þetta má bera fram sjóðandi úr ofni, við stofuhita eða jafnvel kalt.
Skófla vökvanum úr skúffunni yfir eggaldinið.

 

  • Tips: Það má gera nokkur eggaldingums í einu og geyma í ísskáp í 2-3 daga. Góð máltíð ein og sér með hrísgrjónum eða sem meðlæti með fleiri réttum (meze eins og það kallast á restauröntunum).

Færslan er styrkt af Icepharma og Nettó.