Margir vilja minnka eða sleppa sykri, smjöri og rjóma í mataræði sínu.
Ekki endilega bara í bakstri heldur í matargerðinni og gera snæðingana horaðri, hollari og næringarríkari.
Sumir eru ofnæmispésar eða óþolsmelir.
Sumir vilja minnka hvíta stöffið í mataræði sínu.
Sumir eru að hugsa um mittismálið.
Aðrir að hugsa um heilsuna. Enn aðrir um almenna vellíðan.
Hver sem ástæðan er lítið mál að skera út með allskyns staðgenglum í matargerð.
Hér eru nokkrar hugmyndir á eldhúsborðið:
– Sykurlaust apríkósumarmelaði (Good Good) í staðinn fyrir mangó chutney með mat.
Til dæmis með indverskum mat, eða út á ofnbakaðan lax.
– Gera salatdressingu úr balsamediki, sykurlausu sírópi (Good Good) og sinnepi (sólberja eða French).
– Ósætaða möndlumjólk (Isola græn, fæst í Nettó) í staðinn fyrir rjóma í sósur.
– Kakónibbur (Himnesk hollusta) í stað súkkulaðispænis í uppskriftir
– Nota sykurlausa sweet chili (fæst oft í Asíumörkuðum).
– Gera eigin sykurlausa Teryiaki úr sojasósu og sykurlausu sírópi.
– Gera eigin satay sósu úr náttúrulegu hnetusmjöri, sykurlausri sweet chili, möndlumjólk, soja og limesafa.
– Gera horaða súkkulaðisósu úr ósætuðu kakói, sykurlausu sírópi og ósætaðri möndlumjólk
– Gera eigin barbikjúsósu úr sykurlausri tómatsósu (Himnesk hollusta), sykurlausu sírópi (Good Good) og smoke flavoring.
– Gera eigin mæjónessósur úr Light mæjónesi, og allskonar annarri gleði.
Kokteilsósa: sykurlaus tómatsósa + sinnep + soja
Chili mæjó: sriracha + sykurlaus tómatsósa + NOW erythritol
Sinnepssósa: French sinnep + sykurlaust síróp
Aioli: kraminn hvítlaukur + NOW Erythritol
Basil mæjó: söxuð basilika + pestó
Gleðilegt hollustuát.
Pingback: Dagur í lífi Naglans – Ragga Nagli