Miðausturlensk matreiðsla – námskeið

Ertu fastur í einhæfni þegar kemur að heilsusamlegum máltíðum?
Vantar þig stundum innblástur í hollustuna á matardiskinn?

Langar þig að læra nýja gómsæta og heilsusamlega rétti?

Eitthvað exótískt eins og líbanskt, tyrkneskt og persískt?

Hvað er Hummus og Bulgur?
Hvað er Falafel og Baba ganoush?
Köfte og Tzatziki?

 

hummus

Langar þig að læra að búa til allt þetta gúrmeti með skrýtnu nöfnunum?

Miðausturlensk matreiðsla er í grunninn mjög holl og heilsusamleg og ratar á matarborð Naglans nær daglega enda allir réttirnir algjört gómsæti.

 

Greek-Mezze-Board

Eftir níu ára búsetu í stærsta innflytjenda og múslima hverfi Kaupmannahafna, Norðurbrú, er óhjákvæmilegt að borða ekki reglulega á tyrkneskum, líbönskum, afrískum, persískum og afgönskum veitingastöðum.
Naglinn er því orðin vel sjóuð í exótískri matargerð og vill nú deila þeim til að auka hollustuflóruna í eldhúsum landans.

Því einhæfni og þurrelsi í snæðingum er leiðin til uppgjafar.

Hvað verður gert? Við gerum allskonar hollustumeti fyrir átvögl.
Kjötrétti. Veganvæna rétti. Aðalrétti. Meðlæti.
Og auðvitað gómsæta sykurlausa eftirrétti Naglans .

Allar uppskriftirnar hafa sloppið í gegnum heilsusamlegt nálarauga.
Í lok námskeiðs verður hlaðborð þar sem við gæðum okkur á öllu gúrmetinu og fyllum magaholið eftir erfiði kvöldsins.

 

how-about-some-mezze-for-lunch-️-️-️-mezze-shar-5-3-2017-1-22-04-pm-l

Hvað fæ ég? Allir þátttakendur á námskeiðinu spreyta sig á 3-4 uppskriftum hver. Allir fá “Goodie bag” með allskyns heilsutengdum matvælum. Að sjálfsögðu fá allir stútfullt litríkt uppskriftahefti frá námskeiðinu til að spreyta sig á eldavélinni heima.

Hversu lengi? Námskeiðið er 4 tímar. Við hefjum leika kl. 17:00 og gert ráð fyrir að slútta gleðinni um kl. 21:00
Hvenær? Fimmtudaginn 2. nóvember 2017 í húsnæði Námsflokka Hafnarfjarðar (gamla Lækjarskóla).

Hversu margir? Aðeins 12 pláss í boði á námskeiðið.

Hvað kostar? Verð 12.900 kr (750 DKK)

Buy Now Button with Credit Cards

Athugið að miðaverð fæst ekki endurgreitt.