Njótum að nærast – námskeið

 Eru ekki flestir þreyttir á boðum og bönnum í mataræði?
Hvað “má” og “má ekki” borða.
Telja grömm og kaloríur. Vigta og mæla. Reikna og skrá.
Samviskubit ef borðað of mikið.
Sektarkennd ef borðað óhollt.
Á þessu námskeiði er tekin sálfræðileg nálgun á mataræði með hugarfarsbreytingu, frekar en einungis að breyta hegðun eins og flest matarplön gera ráð fyrir.
Þú öðlast færni í að nálgast mat sem nærir og gleður, frekar en að forðast mat.
Hæfni til að gera heilsusamlegt mataræði að lífsstíl og njóta óhollustu án samviskubits

Jafnframt færðu sálfræðileg verkfæri fyrir hug og hegðun til að tileinka þér jafnvægi, fjölbreytni og hófsemi í mat.

Markmiðið er að skilja betur eigin ákvarðanir í mataræði.
Hvers vegna, hvenær, hvað, hvernig og hversu mikið við borðum.
Þetta er skemmtilegur og skilvirkur vettvangur til að fá hvatningu, stuðning og samskipti
Þú kynnist jafnframt öðrum í svipuðum sporum, sem er mjög valdeflandi og veitir félagslegan stuðning.
Kennt er eftir hugmyndafræði ‘Mindful eating’ og hugrænni atferlismeðferð.
Þú lærir:
  • Hvernig þú verður aftur við stjórnvölinn í mataræði.
  • Hvernig þú skynjar svengd og seddu svo líkaminn verði skammtastjórnandinn.
  • Hvernig borðar mat sem þú elskar, án samviskubits, og án þess að borða yfir þig
  • Hvernig þú finnur jafnvægi í að næra líkamann og gleðja sálina
  • Hvernig þú tæklar meðvitundarlaust át sem viðbragð við tilfinningum og umhverfi
  • Hvernig þú nálgast mat og bætir við mataræðið, frekar en að banna mat
  • Hvernig þú nærist í núvitund og nýtur matarins með öllum skynfærum.

 

Þátttakendur fá:

Kennslugögn og námsefni til að taka með heim.
Leiðbeiningar um vítamín, fæðubótarefni og bætiefni sem bæta lífsgæði og heilsu.
Eftirfylgni eftir námskeiðið, og möguleiki á dýpri einstaklingsmiðaðri samtalsmeðferð á stofu.

Hægt verður að kaupa uppskriftaheftið “Haframjöl – hugsað út fyrir hafragrautinn” á staðnum.
Kennari: Ragnhildur Þórðardóttir, klínískur heilsusálfræðingur og þjálfari.
Næsta námskeið er 25.apríl 2018, kl. 19:30-21.30
Kennt verður í Námsflokkum Hafnarfjarðar, gamla Lækjarskóla.
Gengið inn að aftanverðu.
Verð: 4000 Kr
UPPSELT