Tjúllaður Teriyaki lax með gómsætri Góma sósu

Hnetubragðið af sesamdressingunni dansar rómantískan vals við teriyaki húðaðan laxinn á dansgólfi bragðlaukanna.

 

Og svo er hann dásamlega einfaldur og fljótlegur. Við erum aðeins of upptekin við að vera æðisleg til að snuddast endalaust í eldhúsinu.

 

Eina sem þú þarft að gera er að hræra örfáum innihaldsefnum saman í skál. Hella í poka, skella laxinum útí, fíra svo upp í grillinu eða tendra ofninn og málið er dautt.

 

 

Teriyaki lax

Fyrir fjóra

4 X 200g laxastykki (með roði)

1 dl Sojasósa eða tamarisósa
1x hvítlauksgeiri kraminn eða saxaður

2 msk Good Good Sweet like syrup

1 tsk sesamolía

  1. Gera teriyaki marineringu með að hræra soja og sírópi saman í skál.
  2. Setja lax, sojasósu og síróp saman í poka.
  3. Marinera í pokanum í kæli í 2-4 klst eða yfir nótt.
  4. Dúndra laxinum á grillið, og láta malla á skinninu í 8-10 mínútur. Eða pakka í álpappír og baka í ofni á 200 °C í 10-12 mínútur.
  5. Hella restinni af marineringunni og sáldra ristuðum sesamfræjum yfir laxinn áður en borið fram.

 

Goma dressing

 

 

100 g MONKI tahini (sesamsmjör)

1 msk sojasósa

1 msk hvítt balsamedik

1 hvítlaukur kraminn

2 msk Good Good Sweet like syrup (sykurlaust síróp)

safi úr einu lime

1 msk sesamolía

1 dl Himnesk hollusta ólífuolía

Smá vatn ef þér finnst of þykkt.

Sjávarsalt

 

Með þessum rétti er upplagt að bera fram villihrísgrjónablönduna frá Himnesk hollustu með ristuðum baunum frá Food doctor ásamt lekkeru salati með smátt skornum bláberjum, papriku, sólþurrkuðum tómötum, ristuðum furuhnetum og fetaosti og Himnesk hollustu hnetu og fræblöndu.

 

________________________

Unnið í samvinnu við Icepharma og Nettó.