Bleikur grautur

  Rauðrófuduft er náttúrulegt fæðubótarefni sem bætir úthaldið til muna. Ekki þó gamla súrmetið úr Orafabrikkunni, heldur þurrkað og púðrað rauðrófuduft. Rauðrófuduft inniheldur A vítamín, C vítamín, járn, fólínsýru, kalíum, ýmis B vítamín, andoxunarefni, kólín, trefjar, Það er líka stútfullt af nítrötum sem breytast í nítríð oxíð í líkamanum og auka súrefnisupptöku í líkamanum. Rannsókn sýndi […]

Read More…

Tjúllaður Teriyaki lax með gómsætri Góma sósu

Hnetubragðið af sesamdressingunni dansar rómantískan vals við teriyaki húðaðan laxinn á dansgólfi bragðlaukanna.   Og svo er hann dásamlega einfaldur og fljótlegur. Við erum aðeins of upptekin við að vera æðisleg til að snuddast endalaust í eldhúsinu.   Eina sem þú þarft að gera er að hræra örfáum innihaldsefnum saman í skál. Hella í poka, […]

Read More…

Næturgrautar í allra kvikinda líki

Haframjöl er eins og auður strigi málarans og má breyta í allra kvikinda líki. Mikið uppáhalds er næturgrautur sem stendur bara tilbúinn til átu í ísskápnum. Það eina sem þarf að gera er að sulla saman innihaldinu í skál. Hræra saman með gaffli. Henda í ísskáp og málið er dautt. Daginn eftir þegar garnirnar gaula […]

Read More…

Snikkersbitar – sykurlausir og gordjöss

Hverjum finnst ekki Snickers gott? Þeir sem segja eitthvað annað eru að ljúga blákalt. En  hið hefðbundna Snickers úr sjoppunni á Grandanum er stútfullt af sykri, aukaefnum og mettaðri fitu. Þessir sykurlausu dúddar innihalda hinsvegar einungis náttúrulegt stöff og gleðja því bæði líkama og sál. Þeir eru tilbúnir á núlltveimur og geymast vel í kæli. En […]

Read More…

Horað kökudeig…. og tíminn stendur í stað

Viðurkenndu það bara, þú hefur borðað hrátt kökudeig. Súkkulaðibitakökudeig á bara að étast hrátt, það stendur í stjórnarskránni. Naglinn er deigæta par exelans og hefur gerst sek um að búa til deig til þess eins að éta það með skeið beint uppúr skálinni. En það var í denn, og þá hugsaði maður ekkert um að […]

Read More…

Súkkóhnetusmjörsgleði

Naglinn étur flest sem tönn á festir, en það sem kætir úfinn meira en nokkuð annað er súkkulaði og hnetusmjör. Þegar annaðhvort þessara, eða sameining þeirra, gutlast ofan í svartholið verður hamingjusprenging í svartholinu. Þessi bakaði grautur verður yrkisefni komandi kynslóða, og mun eflaust fá sinn eigin ljóðabálk þegar fram líða stundir. Harmónísering súkkulaðibragðsins við […]

Read More…

Kotasælusæla

Það spretta tár af hvörmum Naglans þegar fólk dettur í nammipokann af einskærum súrheitum út í hollustuna. Það sorglega er að þessi grey eru í fangelsi eigin ímyndunarafls, þar sem það hímir eins og gína á húsþaki með enn eina ómerkilegu skyrdósina. Einhæfni og þurrelsi í snæðingum bjóða uppgjöfinni upp í dans og súkkulaðið verður […]

Read More…

Hafragrautur er fæða guðanna

Það eru fáar máltíðir sem toppa hafragrautinn og Naglinn gæti auðveldlega sporðrennt því góðgæti í allar sex máltíðir dagsins. Stundum er fyrirátsspennan svo mikil að svefninn raskast allverulega af tilhlökkun.  Þátíðarátskvíðinn gerir síðan óbærilega vart við sig að loknum snæðingi og heilir 24 tímar í næsta graut *grenj*. Á morgnana er líkaminn eins og svampur […]

Read More…

Kvöldsnæðingar

“Fastaðu alveg eftir kl. 19” “Ekki borða neitt eftir kvöldmat” “Alls ekki borða þremur tímum fyrir svefn.” Margir fá gyllinæð af stressi yfir að borða rétt fyrir svefn því þeirri firru hefur verið troðið í sárasaklausan pöpulinn að allt sem þú borðar eftir kvöldmat breytist í fitu á núll einni yfir nóttina. Þetta atriði sker […]

Read More…

Prótínbúðingur – uppáhalds uppáhaldið

Naglann kennir til í hjartanu að heyra um þá sem aðhyllast  “borða ekkert eftir kl. 19”. Það er ljót regla sem tröllreið lýðnum á áttunda áratugnum innan um SódaStrím og bumbubana og því miður er þessi bábilja prédikuð ennþá í lífsstílsráðleggingum. Ef Naglinn fengi ekkert í mallakút fyrir svefninn kæmi ekki blundur á brá af […]

Read More…