Næturgrautar í allra kvikinda líki

Haframjöl er eins og auður strigi málarans og má breyta í allra kvikinda líki.

Mikið uppáhalds er næturgrautur sem stendur bara tilbúinn til átu í ísskápnum.
Það eina sem þarf að gera er að sulla saman innihaldinu í skál. Hræra saman með gaffli. Henda í ísskáp og málið er dautt.

Daginn eftir þegar garnirnar gaula og hungrið byrgir sýn þá er dásamleg tilvera að opnun á ísskáp er eina líkamlega hreyfingin sem þarf að inna af hendi til að fá næringu í skrokkinn.

Þegar við fækkum skrefum í átt að heilsusamlegra mataræði þá flæðir heilsulífið eins og falleg lækjarspræna á sumardegi niður græna fjallshlíð.

Næturgrautur – berrössuð grunnuppskrift

50g gróft eða fínmalað haframjöl. T.d Himnesk hollusta eða spíraðir hafrar frá Rude health
1 msk NOW Psyllium Husk
klípa sjávarsalt
lúka af rifnum kúrbít
250 ml vatn
250 ml ósætuð möndlumjólk, t.d Isola græn

Síðan má bæta við allskonar útí og ofaná.
Útí: bragðdropar, t.d Good Good, NOW, Kötlu. Kaffilögg. Kakóduft. Kaffiduft. Ýmis krydd, t.d kanill, múskat, negull, kardimomma, vanilluduft, lakkrísduft. Rifin gulrót.

Ofaná. Kakónibbur (Himnesk hollustu eru B.O.B.A), þurrkaðir ávextir (mórber, döðlur, sveskjur, rúsínur) ávextir (fíkjur, banana, epli, appelsínur, ferskjur, ber, ananas, mangó)
Hnetusmjör, möndlusmjör, kókoshnetusmjör, kasjúsmjör, heslihnetusmjör, súkkulaðismjör

Hér að neðan eru ýmsar hugmyndir fyrir gúrmetisútgáfur af gleðigrautum og hvað ég dúndra útí og hvaða unað ég toppa síðan ofaná.

Útí: ósætað Himnesk hollusta Kakóduft + NOW english toffee dropar.
Ofaná: kakónibbur (Himnesk hollusta), jarðarber. Legendary foods súkkulaði hnetusmjör.

Útí: Raspberry stevia dropar (Good Good) + vanilluduft
Ofaná: Jarðarber + banani + gróft hnetusmjör (Himnesk hollusta)

Útí: kaffi dropar Frontier + neskaffi + kakóduft.
Ofaná: kakónibbur + jarðarber + Stevia Nutella (Good Good) + horuð súkkulaðisósa   

Útí: Frontier maple dropar (iherb.com) + NOW Better Stevia French vanilla
Ofaná: Sweet like syrup (Good Good) + hindber + hvítt möndlusmjör (Monki)

Útí: kanill. NOW Better Stevia French vanilla.
Ofaná: bláber. jarðarber. Monki kasjúsmjör

Útí: ósætað kakó (Himnesk hollusta). Frontier Kókoshnetudropar (Iherb.com)
Ofaná: banana. jarðarber. Choco hazel Stevia nutella (Good Good).

 

Útí: Kanill. Frontie Maple dropar (iherb.com).
Ofaná: Bláber. Banana Monki hvítt möndlusmjör.

 

Útí: vanilluduft. Lakkrísduft. NOW Better Stevia coconut.
Ofaná: Ferskar Fíkjur. Banani. Legendary foods bláberja kasjúsmjör

Útí: vanilluduft. lakkrísduft. NOW Better Stevia coconut.
Ofaná: Þurrkuð Mórber (Himnesk hollusta). MONKI hvítt möndlusmjör.

Einnig eru myndir af NOW vítamínunum sem ég nota.
Ég tek daglega:

EVE fjölvítamín eða Liquid Multi
B-100
Liquid B12
Járn í fljótandi
C-1000
Probiotic defense góðgerla
Magnesíum fyrir svefn
BCAA amínósýrur fyrir æfingar á fastandi

____________________________________

Allt hráefnið fæst í Nettó nema Frontier droparnir (Iherb.com) og Legendary Foods hnetusmjörin.
Færslan er unnin í samstarfi við Icepharma.