Dökk súkkulaðisósa

IMG_6940

 

 

“Þú verður að deila þessu með heiminum, því þú hefur fundið lykilinn að hamingjunni” sagði bóndinn þegar Naglinn leyfði honum að smakka nýjasta kombóið úr tilraunastarfsemi eldhússins.
Naglinn keypti birgðir af dökku kakó frá Hershey’s í Ammeríkunni og það er algjör bomba fyrir súkkulaðigrísi. En það fæst eingöngu í Ammeríkunni, svo ef þið þekkið einhvern á leiðinni til Vesturheims reynið að sjanghæja viðkomandi að kippa með sér dunk. Fæst á Amazon.com og hægt að láta senda á hótel.

En þessi súkkósósa er alveg jafn gómsæt með venjulegu ósætuðu Hershey’s (fæst í Kosti).

 

Uppskrift

2 msk sykurlaust kakó (Hershey’s dökkt eða venjulegt)
2 msk NOW hot cocoa
2-4 msk Isola eða EcoMil möndlumjólk (eftir þykktarsmekk)
klípa sjávarsalt eða lakkríssalt frá Saltverk

 

 

Dark-chocolate-sauce

 

Skellið í þessa og líf ykkar mun breytast til hins betra það sem eftir er. Búið ykkur undir brúna putta í hvert skipti sem ísskápurinn er opnaður, því það er einfaldlega ekki hægt að láta hana í friði.