Ef þín hugmynd um haframjöl er bragðlaus, grár og gugginn grautur ertu fangi eigin ímyndunarafls.

Tíramísú kaffibollakaka:
40g malað haframjöl
1 msk NOW möndluhveiti
1 tsk lyftiduft
klípa salt
1 msk ósætað kakó (t.d Hersheys)
skvetta af löguðu kaffi
1 msk kvark/grísk jógúrt/hreint skyr
2 eggjahvítur
2 msk ósætuð eplamús
2 msk Isola möndlumjólk
Hræra öllu saman með gaffli í djúpri skál. Naglinn notar Sistema örbylgjuskál (fæst í Nettó) sem ekki þarf að spreyja.
– 100g hreint skyr/grísk jógúrt/kesam/kvark
– 1 msk NOW erythritol (Nettó, Lifandi Markaður, Krónan, Fjarðarkaup)
1/2 scoop Syntrax vanillu casein (FitnessSport Faxafeni)
– 1 tsk Nescafé Espresso blend eða annað fínpúðrað instant kaffi
Hræra saman með þar til þú færð frosting áferð á gleðina.
Smyrja yfir kökuna og sáldra meira kaffi yfir.
Pingback: Utan þjónustusvæðis | ragganagli