Tíramísú kaffibollakaka

Ef Naglinn ætti tímavél væri ferðinni heitið aftur og aftur í þennan unaðslega morgunmat. Tíramísu kaffibollakaka var það heillin og þátíðarátskvíðinn hríslast nú um holdið með tilheyrandi söknuði og sorg.

Ef þín hugmynd um haframjöl er bragðlaus, grár og gugginn grautur ertu fangi eigin ímyndunarafls.

PhotoGrid_1402643453734
Tíramísú kaffibollakaka:

40g malað haframjöl
1 msk NOW möndluhveiti
1 tsk lyftiduft
klípa salt
1 msk ósætað kakó (t.d Hersheys)
skvetta af löguðu kaffi
1 msk kvark/grísk jógúrt/hreint skyr
2 eggjahvítur
2 msk ósætuð eplamús
2 msk Isola möndlumjólk

Hræra öllu saman með gaffli í djúpri skál. Naglinn notar Sistema örbylgjuskál (fæst í Nettó) sem ekki þarf að spreyja.

20140729_125304
Örra kvekendið í 3-4 mínútur og hvolfa svo á disk.
Leyfa að kólna meðan kreminu er slurkað saman.

IMG_7982
Kaffifrosting

– 100g hreint skyr/grísk jógúrt/kesam/kvark
– 1 msk NOW erythritol (Nettó, Lifandi Markaður, Krónan, Fjarðarkaup)
1/2 scoop Syntrax vanillu casein (FitnessSport Faxafeni)
– 1 tsk Nescafé Espresso blend eða annað fínpúðrað instant kaffi

Hræra saman með þar til þú færð frosting áferð á gleðina.

Smyrja yfir kökuna og sáldra meira kaffi yfir.

IMG_7978

Graðga í andlitið en hafðu í huga að bullandi þátíðarátskvíði er garanteraður eftir þennan unað.

 

One thought on “Tíramísú kaffibollakaka

  1. Pingback: Utan þjónustusvæðis | ragganagli

Comments are closed