Sjúklega gómsætt BBQ bakað blómkál

  Þessir barbikjú blómkálsvængir trylla alla bragðlauka og eru svo yfirgengilega gómsætir að þú þarft enga aðra uppskrift fyrir meðlæti, snarl, forrétt eða hreinlega sem aðalrétt með hrísgrjónum eða kartöflum. Innihaldið eiga flestir til í skápunum, og ef ekki þá er 25% afsláttur af öllu heilsustöffi í Nettó þessa dagana, 24 september til 4. október. […]

Read More…

Dalgona kaffi prótínsjeik

  Dalgona kaffi er að sprengja internetið og samfélagsmiðla um þessar mundir og allir og frændi þeirra keppast að pósta myndum á samfélagsmiðla af sötri á þessum kóreska kaffidrykk. Dalgona er eins og cappucino á hvolfi með freyðandi kaffiflöffi ofan á heitri eða kaldri mjólk. En hvað með að skúbba kaffiflöffi ofan á hnausþykkan vanilluprótínsjeik? […]

Read More…

Google er ekki vinur þinn í fitutapi

Samkvæmt veraldarvefnum eru margar leiðir til að bræða lýsi af maga, rassi og mjöðmum. ➡️Gera haug af “brennsluæfingum” ➡️Drekka kaffi með slummu af smjörva ☕ ➡️Gera átta mínútna kviðæfingarútínu 👀 ➡️Ekki borða í 16 tíma á sólarhring.. nei 15 tíma… sorrý 17 tíma… 🍽️ ➡️ Hanga á horriminni tvo daga í viku og stunda svo átorgíu hina fimm dagana 🍩🎂🍰🍫 […]

Read More…

Lúxus súkkulaðimokkagrautur- prótínríkur og seðjandi

Þessi morgunmatur mun breyta lífi þínu. Hann stendur með þér langt fram að hádegi og títrar inn næringu meðan þú þrælar yfir tölvunni þar til bjallan hringir í löns og allir hermaurarnir flykkjast í mötuneytið.   Súkkulaðimokkabomba Innihald 50g haframjöl (ég nota Rude Health spíraða hafra) 1 msk Psyllium Husk trefjar klípa salt 1 msk […]

Read More…

Grannur er ekki samnefnari við að vera heilsuhraust ræktarrotta

“….svo þekkir maður fullt af fólki sem borðar sykur en er samt tággrannt.” Þessi setning heyrðist úr viðtækinu í umræðu um sykurskattinn ógurlega sem nú sveimar yfir og allt um kring eins og koltvísýringur. Svona skilaboð ýta undir þá ranghugmynd að við getum dæmt heilsu einhvers út frá stærð líkamans Að vera grannur er ekki […]

Read More…

Endurheimt eða örmögnun

Þú vaknar eins og þú hafir sofið í frauðplastkúlum makaður í kókosolíu í silkináttfötum frá Guðsteini. Þú mætir á æfingu og reykir járnið vafið upp filterslaust. Bætingar hrannast upp og þú gætir verið með svefnpokapláss í ræktinni og æft sólarhringum saman   Aðra daga ertu jafn öflugur á æfingu og borðtuska klukkan fimm að morgni […]

Read More…

Góðgerlar

  Vissir þú að bakteríur í líkamanum eru 10 sinnum fleiri en frumur líkamans? Og megnið af þessum bakteríum lifa og starfa í þörmunum. En það er óþarfi að fara á límingunum. Þú vilt meira líf í þörmunum. Því meira partý þarna niðri stuðlar að betri heilsu. góðar bakteríur hjálpa okkur halda heilsunni í blússandi […]

Read More…

Ertu sósaður í súkralósa?

      Flest okkar myndum gjarnan vilja borða dísæta súkkulaðiköku með þeyttum rjóma án þess að þær kaloríur þrengi brók og belti. Af þeim sökum eigum við mörg í flóknu ástar-haturs sambandi við sætuefni. Þessi mólekúl sem slá á pervertískar langanir í sætabrauð sem herja á okkur þegar litli vísir nálgast fjögur á klukkunni […]

Read More…

Löðrandi gómsætt brokkolíbeikonsalat

Aumingja brokkolí hefur stundum fengið ómaklega útreið og margir sem fitja uppá nefið og fussa og sveia þegar litlu grænu jólatrén koma á matarborðið.   En það mun breytast núna….   Þessi uppskrift mun gera brokkolíið að vinsælasta grænmetinu á ballinu.   Og hvað meira er hægt að biðja um þegar fyrirhöfn og vesen er […]

Read More…