Ummæli

Ummæli frá Naglakúnnum

 

 

 

PhotoGrid_1400930071591

 

Ég er sterkari, fötin víðari og passa ekki í nein föt lengur. Það er mjööög skemmtileg tilfinning. Er komin með alveg nýjan fataskáp. Fólk tekur líka eftir breytingum. Ég segi bara takk og amen. Þú ert algjör hetja og rólemódel.

_______________________________________________________________________

PhotoGrid_1391689545239

Varð oft, oft hugsað til þín á áramótunum – þá sérstaklega þegar ég kíkti á fallegu myndirnar af mér um kvöldið. Takk Takk fyrir að hjálpa mér í betra form, en þó mest fyrir bætta sjálfsmynd.

Ég átti mín bestu jól og áramót hingað til. Ekki að því að ég er komin í toppform, borðaði engan sykur og mætti í ræktina alla dagana, sem ég gerði ekki. Heldur af því að mér leið vel í eigin líkama og sál. Ég fann ekki fyrir samviskubiti á neinum tímapunkti, og naut þess í botn að vera til.

Lena, 24 ára

________________________________________________________________________

 

“Fyrsta matarplan sem ég sé þar sem ég velti fyrir mér hvernig ég eigi að koma þessu öllu ofan í mig á meðan venjulega velti ég því fyrir mér hvernig fólk haldi orku og einbeitingu á gefnu plani – hoppandi kát með þetta”

Anna Hildur, 27 ára

__________________________________________________________________________

“Mér finnst ég miklu stæltari og flottari!  Sterkari og með bætta líkamsstöðu. Æfingar finnst mér ganga vel.  Bæði ánægð með þig og prógrammið.”

“Það gengur mjög vel að gera æfingarnar og ég er ánægð með þær. Í síðustu viku mátaði ég kjól sem ég hafði óvart keypt í of lítilli stærð. Það var hægt að renna honum auðveldlega upp sem var ekki séns áður en ég byrjaði. Eiginlega er ég mjög hissa, því mér finnst ég ekki beint hafa verið að “gera neitt” og þetta ekki hafa verið mjög erfitt. Vei þú!”

Ósk, 31 árs

_____________________________________________

Ég er súperdúper ánægð með þessa fjarþjálfun.  Orkan er a uppleið og gleðin eykst samhliða því.  Fínar æfingar, matarplanið hrein snilld og aðhaldið gefur mótivasjóninni gott spark.

Hrefna, 37 ára

_________________________________________________

Annars er ég bara ótrúlega sátt og eins og ég er alltaf að tönnlast á, það ert þú bara það eina sem blífar fyrir mig. Það er ótrúlegt hvað ég næ alltaf góðum árangri hjá þér. Hef prófað ýmislegt og ekkert jafnast á við þetta. Takk!!

Hafdís, 29 ára

___________________________________________________

Ég hef mikið hugsað um það hvað það gaf mér mikið að hafa rekist á þig og verið svo heppin að vera “Naglatútta”

Ég held ég geti sagt það án nokkurs hiks að það hafi breytt lífi mínu að vera í fjarþjálfun hjá þér.
Hér er ég búin að vera meira og minna  í 22 ár að  berjast við offitupúkann og að reyna að finna út hvað gott mataræði felur í sér, með MJÖG misjöfnum árangri (maðurinn minn benti mér á það eftir nokkurra ára samband að ég væri ALLTAF í megrun).  Ég hef jú alveg grennst oft áður, en samt takmarkað og kannski með þannig aðferðum að alltaf hef ég bætt öllu á mig aftur og meira til…  Og svo komst þú og leystir vandamálið með mér!  Ég bara trúi því varla ennþá að það sé til svona elegant lausn á vandanum!  Fyrir utan það að þessi lífsstíll hjálpar til við svo margt meira en bara einhvað skvap á kroppnum, hver vill ekki hafa orku til að takast á við lífið 24/7 í stað þess að skiptast á að tæma bensíntankinn og keyra á tómum bara til að yfirfylla hann aftur á vitlausum tíma?

Takk, takk, takk kærlega fyrir allan stuðninginn,hvatninguna, öll ráðin og fyrir að ýta vinalega við mér þegar ég keyri útfaf plani!
Ég verð að segja að ég er alveg endalaust impóneruð af fagmennskunni, nákvæmninni og metnaðinum sem þú leggur í fjarþjálfunina.

Erna Magnúsdóttir, 37 ára

______________________________________________

Ég hef alltaf verið að æfa og reyna ná árangri í ræktinni, prófað að vera hjá
einkaþjálfara og fjarþjálfara en hef aldrei náð jafn
góðum árangri og núna. Mér leið alltaf eins og þjálfararnir vildu ekki segja
mér allt eða mér fannst ég aldrei fá nógu góðar útskýringar á hvernig
ég færi að þessu! takk fyrir að deila með mér leyndarmálinu að langvarandi árangri
þú ert bara einfaldlega best!

Dísa Þórsdóttir, 27 ára

________________________________________________

Það besta af öllu er að þér hefur tekist að opna augu mín fyrir því að heilsan, hollt mataræði og hreyfing er númer eitt tvö og þrjú en ekki endilega að vera BARA mjór.
Prógrömmin  frá þér finnst mér vera rosalega vel uppsett upp og það sem mér finnst svo gott að sjá er að þetta er venjulegur matur sem á að borða og það virkar.
SS, 40 ára
_________________________________________________
Ég finn mikinn mun á mér, bæði andlega og líkamlega. Ég sá strax mun í
speglinum, líklega því mesti bjúgurinn er horfinn og ég er ekki eins
þrútin í framan.
Finnst ég ekki vera eins að springa, eins og mér leið oft áður.
Andlega er þetta allt annað líf – mér er létt að vera byrjuð á þessu
og þar með er því lyft af herðum mér.
Lovísa, 32 ára
_________________________________________________
Menn í körfuboltanum hafa haft orð á því að það sé “hundleiðinlegt” að
dekka mig og ég geti hreyft mig orðið allt of mikið!.
Orri, 35 ára
_________________________________________________
Kannski bara hvað ég er svakalega ánægð! mér finnst ég hafa komist að
einhverju leyndarmáli að byrja í þjálfun hjá þér, þetta er mataræði og
æfingar sem ég get vel lifað með
Dísa, 27 ára

One thought on “Ummæli

  1. Pingback: Lóð á ánægjuvogina – ummæli fjarþjálfunarkúnna | ragganagli

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s