Eins og hafragrautur og eggjahvítur eru prótínsjeikar eins og auður strigi málarans og geta breyst í allra kvikinda líki með hin ýmsu krydd, síróp, bragðdropa að vopni.
Grunnur:
1 skófla prótínduft: vanillu/súkkulaði/hvítt súkkulaði. Hvað sem passar best og kitlar þinn pinna.
1/2 tsk xanthan gum (til þykkingar, fæst í Kosti)
10 klakar
100 ml vatn
Snickers
1 msk kakó
1 tsk hnetusmjör
Piparmintu
1 msk kakó
piparmintudropar
Eplapæ
1/2 epli
kanill
vanilludropar
Súkkulaði-banana
1 msk kakó
1/2 banana eða bananadropar
Bláberja
50g bláber
kókoshnetudropar eða kókosmjólkurklakar
EggNog
1 tsk rommdropar
1 tsk Stevia
toppað með múskat
Kókosgleði
1 tsk kókosolía
1/2 banani
Pina Colada
1-2 sn ananas
kókosdropar
Jarðarberja–ferskju
blanda af jarðarberjum og ferskjum (frosið/ferskt)
möndludropar
1 1/2 msk fersk eða þurrkuð minta
Trópíkana
1-2 sneiðar ananas
1/2 banani
50g brómber
Gleðilegt át!!