Dalgona kaffi prótínsjeik

  Dalgona kaffi er að sprengja internetið og samfélagsmiðla um þessar mundir og allir og frændi þeirra keppast að pósta myndum á samfélagsmiðla af sötri á þessum kóreska kaffidrykk. Dalgona er eins og cappucino á hvolfi með freyðandi kaffiflöffi ofan á heitri eða kaldri mjólk. En hvað með að skúbba kaffiflöffi ofan á hnausþykkan vanilluprótínsjeik? […]

Read More…

Hinn frægi prótínís Naglans

  Þeir sem fylgjast með Naglanum á Snapchat og Instagram hafa eflaust slefað á símtækið yfir póstum um eftir-æfingu gleðina sem er hnausþykkur prótínsjeik toppaður með ávöxtum, súkkulaðisósu og kakónibbum. Naglinn er áferðarperri og vill hafa sína sjeika þykka eins og steinsteypu sem þarf helst að borða með hníf og gaffli og skóflar gleðinni upp […]

Read More…

Græni þrumuísinn

    Naglinn er áferðarperri. Allt þarf að vera þykkt. Lepjuþunnir sjeikar valda óhamingju í sinninu og     Sumir drekka grænu þrumuna sína. Úr glasi eða krús. Sumir gera grænu þrumuna svo þykka að hana þarf að borða úr skál. Með skeið. Eða hníf og gaffli. Tekur ekki nema 5 mínútur og málið er […]

Read More…

Rísalamandbúðingur

Ó.MÆ.GOD…. eins og Sálarmenn sögðu…. Þú fullkomnar mig. Þessi uppskrift er sett hér upp af einskærum eiginhagsmunum, sjálfselsku og eigingirni, því þessa upplifun verður að dókúmentera og geyma en alls ekki falla í gleymskunnar dá.   Rísalamand búðingur 75 g kotasæla 1/2 skófla vanillu Whey (Naglinn notar Trutein) 1/4 tsk NOW xanthan gum 1 tappi […]

Read More…

Hugmyndir fyrir gómsæta prótínsjeika

Eins og hafragrautur og eggjahvítur eru prótínsjeikar eins og auður strigi málarans og geta breyst í allra kvikinda líki með hin ýmsu krydd, síróp, bragðdropa að vopni.   Grunnur: 1 skófla prótínduft: vanillu/súkkulaði/hvítt súkkulaði. Hvað sem passar best og kitlar þinn pinna. 1/2 tsk xanthan gum (til þykkingar, fæst í Kosti) 10 klakar 100 ml […]

Read More…

Búðingablæti

Naglinn er með allskonar blæti, vöðvablæti, bragðdropablæti, grautarblæti og búðingablæti. Hið síðastnefnda stafar eflaust af ólympísku Royal búðingsáti á æskuheimilinu í Fossvoginum því einhver nostalgíufiðringur laumast niður hryggjarsúluna þegar hnausþykkur massinn gumsast úr skeiðinni upp í galopið ginið. Allt sem er þykkt, þykkt og mikið, mikið gleður óendanlegt magamál og matarlyst Naglans. Áður hefur verið […]

Read More…

Flöffedí flöff

Naglinn er svín… matarsvín og átvagl með óendanlega teygjanlegt magamál. Örskammtar af mat valda óhamingju í hjartanu og sorg af sulti hálftíma síðar. Þess vegna er leitað allra leiða til að auka magn matarins án þess að bæta við of mörgum kaloríum svo mallakútur sé til friðs næstu tímana og sinnið hamingjusamt. Enter…. eggjahvítuflöff.  Ein […]

Read More…

Kvöldsnæðingar

“Fastaðu alveg eftir kl. 19” “Ekki borða neitt eftir kvöldmat” “Alls ekki borða þremur tímum fyrir svefn.” Margir fá gyllinæð af stressi yfir að borða rétt fyrir svefn því þeirri firru hefur verið troðið í sárasaklausan pöpulinn að allt sem þú borðar eftir kvöldmat breytist í fitu á núll einni yfir nóttina. Þetta atriði sker […]

Read More…

Prótínbúðingur – uppáhalds uppáhaldið

Naglann kennir til í hjartanu að heyra um þá sem aðhyllast  “borða ekkert eftir kl. 19”. Það er ljót regla sem tröllreið lýðnum á áttunda áratugnum innan um SódaStrím og bumbubana og því miður er þessi bábilja prédikuð ennþá í lífsstílsráðleggingum. Ef Naglinn fengi ekkert í mallakút fyrir svefninn kæmi ekki blundur á brá af […]

Read More…