Rísalamandbúðingur

Ó.MÆ.GOD…. eins og Sálarmenn sögðu…. Þú fullkomnar mig.

Þessi uppskrift er sett hér upp af einskærum eiginhagsmunum, sjálfselsku og eigingirni, því þessa upplifun verður að dókúmentera og geyma en alls ekki falla í gleymskunnar dá.

 

Rísalamand prótínbúðingur

Rísalamand búðingur

75 g kotasæla
1/2 skófla vanillu Whey (Naglinn notar Trutein)
1/4 tsk NOW xanthan gum
1 tappi möndludropar
tæpur desilítri vatn
1 teskeið sykurlaust vanillu Jello pudding mix (má sleppa)
10-12 klakar

Öllu skellt í blandara og blandað þar til orðið mjúkt og þykkt eins og splunkuný Pampers bleyja.
Hnausþykkt, kremugt og eins og rísalamand á bragðið að þig langar að syngja Heims um ból um háskaðræðistímann. Þvíslíkur unaður að tíminn stöðvast á meðan þú rúllar þessu um munnholið.

Þátíðarátskvíðinn gerir vart við sig löngu áður en þessi máltíð byrjar.

 

Fróðleiksmoli:

Hvað er eiginlega þetta Xanthan gum sem Naglinn er alltaf að nota?

NOW xanthan gum

 

Xanthan gum er þykkingarefni sem er mikið notað í salatdressingar og sósur. Í hollustugúmmulaðisgerð er það afar brúklegt í að þykkja prótinsjeika, prótínbúðinga, frosna jógúrt, eggjahvítuís, eggjahvítubúðinga, prótínflöff.
Einnig í low-carb glúteinlausan bakstur til að binda saman deigið.
Oggulítið magn er nóg, 1/4 úr tsk í mesta lagi.

NOW xanthan gum fæst í Fjarðarkaup, Hagkaup og Nettó.

One thought on “Rísalamandbúðingur

  1. Pingback: Sjoppað í Sverige. Vol. 2 | ragganagli

Comments are closed