Þessi horaða sykurlausa eplakaka klikkar aldrei.
Hún slær alltaf í gegn í félagslegum samkundum Naglans þar sem engum dettur í hug að um sé að ræða úsandi hollustu. En best er hún í einrúmi þegar Naglinn er vopnuð gaffli í joggaranum með kaniltaum út á kinn.
Eplakaka Naglans
Uppskrift
2 egg
80 g NOW erythritol
40g NOW möndlumjöl
40g haframjöl
1 dl hreint skyr
1 tsk kardimommuduft eða dropar
1 tsk lyftiduft
2 tsk kanill
1 epli
Aðferð
1) stífþeyta eina eggjahvítu og setja til hliðar
2) hræra saman eggjarauðu og egg með erythritol. Blanda skyrinu saman við.
3) Hræra þurrefnum varlega saman við eggjahræruna með sleif og síðan stífþeyttu eggjahvítunni.
4) Skera epli í skífur. Hella helming af deigi í form, raða eplaskífum ofaná. Hella restinni af deiginu og toppa með rest af eplaskífunum.
5) Baka á 180°C í 25 mínútur
Toppurinn í teinóttu er Wheyhey ís á kantinum (fæst í Nettó) sem bráðnar ofan í heit eplin….. hnegg hnegg….
……. önnur munnfullnæging er horaður þeyttur rjómi úr undanrennu og Now Better Stevia vanilludropum, þeytt með Bamix töfrasprota
Njótið… njótið eins og ljónið.