Sykurlaus súkkulaðibúðingur

    Það verða samin ljóð um þennan súkkulaðibúðing. Hann sendir bragðlaukana í sturlunarástand því þeir trúa ekki að hér sé sykurlaust gúmmulaði að þvælast um munnholið. Ef þú átt þennan í ísskápnum eftir kvöldmatinn þarftu ekkert að óttast skápaskröltið sem herjar á sinnið eftir tíufréttir því sykurpúkinn steinþegir eftir að þessi er kominn í […]

Read More…

Sykurlaus og horaður vanilluís

Einfaldasti og fljótlegasti vanilluís í veröldinni takk fyrir tíkall. Og hann er sykurlaus og horaður. En líka veganvænn og laktósafrír. En líka glútenfrír og gómsætur.   Ísvélin sem þú keyptir í Sjónvarpsmarkaðnum getur haldið áfram að safna ryki í geymslunni fyrir aftan glósubækurnar úr gaggó. Því þú þarft ekkert nema klakabox og blandara. Uppskrift: 2 […]

Read More…

Ertu sósaður í súkralósa?

      Flest okkar myndum gjarnan vilja borða dísæta súkkulaðiköku með þeyttum rjóma án þess að þær kaloríur þrengi brók og belti. Af þeim sökum eigum við mörg í flóknu ástar-haturs sambandi við sætuefni. Þessi mólekúl sem slá á pervertískar langanir í sætabrauð sem herja á okkur þegar litli vísir nálgast fjögur á klukkunni […]

Read More…

Rabbabara-jarðarberja Rúna

      Sumarið er tíminn… fyrir allskonar gúmmulaði. Það er ómetanlegt að upplifa gúrmetisbragðið og ferskleikann af því sem er í “sísoni” Rabbabaratíðin er í miklu uppáhaldi hérna megin. Og jarðarberjatíðin. Sérstaklega dönsku jarðarberin. Hér í Danaveldi eru búgarðar þar sem má koma og tína sjálfur af trjánum og bragðið af þeim berjum er […]

Read More…

Sætt án sykurs – fræðsla um allskonar sætuefni

Ekki allir vilja fylla vélindað af sykri og smjeri í uppskriftum sínum þar til vömbin biðst vægðar, og leita því logandi ljósi að hollari valkostum til að líða betur en jafnframt taka þátt í gleðinni. Þá eru mörg vopn í vopnabúri hollustumelsins sem hægt er að grípa í.   Það er til dæmis barnaleikur einn […]

Read More…

Eplakaka Naglans

    Þessi horaða sykurlausa eplakaka klikkar aldrei. Hún slær alltaf í gegn í félagslegum samkundum Naglans þar sem engum dettur í hug að um sé að ræða úsandi hollustu. En best er hún í einrúmi þegar Naglinn er vopnuð gaffli í joggaranum með kaniltaum út á kinn.     Eplakaka Naglans Uppskrift 2 egg […]

Read More…

Tíramísú triffli

Vissir þú að Tíramísú þýðir “lyftu mér upp” á ítölsku? Og ef þessi grautur lyftir þér ekki upp úr bælinu í morgunsárið alla leið upp í sjöunda himin þarftu að láta athuga starfsemi bragðlaukanna á næstu heilsugæslustöð. Ein sneið af tíramísú inniheldur hátt í 500 karólínur og 30 grömm af fitu meðan þessi morgungleði er […]

Read More…

Kókosblómkálsmússa

Blómkál er eins og kameljón. Það má brúka það í allskonar fyrir aumingja sem vilja gera matinn sinn horaðri en með fullt af fyllingu í mallakút. Blómkálshrísgrjón. Blómkálsmússa. Horuð pizza. Blómkálsklattar. Blómkálssúpa Eins er það góður vinur þeirra sem vilja minnka kolvetnin í matnum, til dæmis ef við erum ekki aktíf á kvöldin og minnkum þá elsku vini okkar sterkjuna […]

Read More…

Súkkulaðibrjálæði í kaffibolla

Naglinn er með súkkulaðikökublæti. Sé tekið mið af greiningarviðmiðum geðlæknisfræðinnar valda klámfengnar fantasíurnar um hnausþykka lummu sem bráðnar í skoltinum oft óstarfhæfni. Þó valda þær aldrei vanlíðan því frygðinni er svalað “med det samme” og skellt í snarholla og horaða súkkulaðiköku í kaffibolla eða skál. Inn í örra í 2 mínútur og matargatið andar í […]

Read More…

Snarhollur súkkulaðiís um háskaðræðistímann

Þið sem haldið að hollusta sé eingöngu kjúlli og brokkolí eruð aftur á svörtustu miðöldum og megið búast við heimsókn frá Hróa Hetti, enda mataræði ykkar líklega svipað spennandi. Frekar þið en Naglinn. Það má kokka endalaust af gúmmulaði úr hollu hráefni, eina sem þarf er ímyndunarafl og sköpunargleði.  Ef við höldum laukunum á tungunni […]

Read More…