Rabbabara-jarðarberja Rúna

 

 

 

Sumarið er tíminn… fyrir allskonar gúmmulaði. Það er ómetanlegt að upplifa gúrmetisbragðið og ferskleikann af því sem er í “sísoni”
Rabbabaratíðin er í miklu uppáhaldi hérna megin. Og jarðarberjatíðin. Sérstaklega dönsku jarðarberin. Hér í Danaveldi eru búgarðar þar sem má koma og tína sjálfur af trjánum og bragðið af þeim berjum er ekki þessa heims.

Jarðarber og rabbarbari er dásamlegt kombó. Líka kirsuber og rabbó.
Jarðarberjunum var bætt hér út í alveg síðast svo þau haldist í bitum en leysist ekki upp í öreindir. Þau eru í minni hlutföllum en rabbabarinn því þau eru sætari og meginþemað átti að vera rabbó.

 

 

Í þessa uppskrift notaði ég döðlusykur sem ég keypti í NOW búðinni í Illinois þegar ég fór íheimsókn í NOW verksmiðjuna í byrjun júní. Döðlusykur er sykur unnin einungis unnin úr döðlum og nýjung frá NOW foods. Hann er væntanlegur til Íslands, enda er Naglinn búin að sverma fyrir þessari snilld hjá þeim sem sjá um dreifingu NOW á Fróni.

Döðlusykurinn gaf skemmtilegan döðlukeim í sultuna, svo hún varð meira í líkingu við chutney og því brúkleg með kjöti og fiski, sem og ofan á brauð, kex, maískökur, hrökkbrauð og auðvitað eins og Naglinn notar hana mest…..út á hafrana á morgnana.

Ef þú hefur ekki aðgang að döðlusykri má vel nota hvaða sætuefni sem er í staðinn.
Erythritol og Xylitol passa hvoru tveggja mjög vel í þessa uppskrift. Eins kókospálmasykur. Fáanlegt í Nettó verslununum.

 

Uppskrift

3-4 stórir stilkar rabbarbari, sneiddur í 1 cm sneiðar
4-5 jarðarber, í sneiðum
1 dl sætuefni, t.d döðlusykur eða erythritol
4-5 dropar Better Stevia French vanilla

 

 

 

Aðferð:

1) Rabbarbari og sætuefni dúndrað í pott og látið malla undir vægum hita. Hræra reglulega á meðan svo ekkert brenni við botninn. Það er ólekkert eins og danskurinn segir.
2) Skella jarðarberjum útí pottinn þegar rabbó er kominn í tægjur og orðinn að sultu.
3) Skvísa 4-7 vanilludropum á þessum tímapunkti útí gumsið
4) Taka þá pottinn af hellunni og hræra saman.
5) Leyfa að kólna áður en gumsað í glerkrukku eða bara dúndra beint á grautinn.

  • Færslan er unnin í samstarfi við Icepharma og Nettó