Ég er sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði, og einnig lærður einkaþjálfari.
Menntun:
B.A próf í sálfræði frá Háskóla Íslands (2004),
M.Sc Health Psychology frá University of Surrey (2006)
Sérsvið: lífsstílssjúkdómar, streita, ofþyngd.
Cand Psych í klínískri sálfræði við Københavns Universitet (2013).
Sérsvið: vandamál tengdum ofáti, lotuofátsröskun og ofþyngd. Svart-hvítar hugsanir tengdar mataræði og vítahringur sektarkenndar, ofáts, stífrar megrunar og óánægju með ytra útlit.
Starfsreynsla:
Landspítalinn Háskólasjúkrahús: Verkefnastjóri við rannsóknir á lungnatrefjun
Landspítalinn Háskólasjúkrahús: Verkefnastjóri í rannsóknum á kæfisvefni
Verkefnastjóri Rannsóknastofnun um lyfjamál v/Háskóla Íslands
Fjarþjálfun Röggu Nagla
Sálfræðingur Bispebjerg Hospital
Sjálfstætt starfandi sálfræðingur í Kaupmannahöfn
Matreiðslunámskeiðahald (Kaupmannahöfn og Reykjavík)
Ég hef boðið uppá hefðbundna fjarþjálfun síðan árið 2007 og hjálpað þúsundum að gera heilsuna að lífsstíl, efla sjálfstraustið og komast í betra líkamlegt form.
Nú legg ég aðaláherslu á sálfræðimeðferð og fjarþjálfun þar sem unnið er með hugsanir og hugarfar (í bland við þjálfun sé þess óskað) til að auka líkurnar á varanlegum lífsstílsbreytingum.
Flestir kúrar, mataræðisstefnur og lífsstílsbækur ganga útfrá að fólk búi yfir hugrænum verkfærum til að stoppa sig af í freistandi aðstæðum og yfirstíga hindranir. En fæstir kunna slíkar hugrænar strategíur.
Flestar töfralausnir fyrir skrokklegar umbreytingar einblína nefnilega eingöngu á hegðunarbreytingar en lífsstílsbreyting á mataræði og hreyfingu er ekki bara breyting á hegðun heldur breyting á hugsanamynstri og viðbrögðum við erfiðum aðstæðum, neikvæðum tilfinningum og tímabundnum hindrunum.
Nánari upplýsingar um fjarsálfræði hér