Sætkartöflufranskar

A39A1766

 

 

Sætkartöflu fröllur Naglans

 

Þessi uppskrift er í Heilsubók Röggu Nagla sem fæst hér. Þess skammtur dugir fyrir 3-4 mallakúta sem meðlæti með einhverju kjötmeti, eins og til dæmis hammara Naglans sem einnig er að finna í skræðunni góðu.

 

Uppskrift:

500g sætar kartöflur

1 tsk ólífuolía eða PAM sprey

1x Eggjahvíta

Krydd: ¼ tsk chili, ¼ tsk hvítlauksduft, salt, pipar

 

Aðferð:

  1. Stilla ofn á 200°C
  2. skræla kartöflur og skera í 1 cm þykka strimla
  3. leggja kartöflurnar í kalt vatn í 30 mínútur. Taktu þær úr vatninu og þerraðu.
  4. hræra eggjahvítu og krydd saman þar til froða myndast. Henda teitunum útí og blanda vel þar til allar eru húðaðar
  5. dreifa á bökunarpappír á ofnplötu og baka í 20-25 mínútur þar til gullinbrúnar og stökkar.

 

A39A1754

One thought on “Sætkartöflufranskar

  1. Pingback: Kjúklingur með chorizo | Uppskriftavefurinn

Comments are closed