Eplapægrautur með eplakompóti

 

Sykurlausa eplakompót Naglans er ekki þessa heims.
Skúbbað yfir heitan eplapægraut á morgnana, toppað með vanillu eggjahvítuís og þú gætir allt eins verið að slurka í þig dísætri eplaböku í eldhúsinu hjá múttu.

 

20150408_072449

 

Eplapægrautur
1 skammtur

40g haframjöl
2 msk NOW Psyllium Husk
klípa salt
epladropar frá Myprotein.com
1/4 rifið zucchini
vatn eftir þykktarsmekk grauts

 

IMG_9059
Eplakompót

1 epli skrælt, kjarnhreinsað og skorið í litla teninga
1 tsk kanill
1/2 msk NOW erythritol
1 msk sykurlaust pönnukökusíróp eða maple dropar (Frontier eða Myprotein)
2 msk vatn
NOW Better Stevia cinnamon vanilla dropar eða French vanilla

20150330_203355

Setja allt saman í pott og láta suðuna koma upp. Lækka niður í miðlungshita og leyfa að malla í 20-30 mínútur eða þar til eplin verða mjúk.

Eins má nota kjarnorkuna, og hræra öllu saman í skál og inn í örbylgjuofn í 3-4 mínútur.

Hella eplakompótinu yfir heitan grautinn. Toppa síðan gleðina með eggjahvítuís sem bráðnar ofan í heit eplin. Þú mátt alveg gera ráð fyrir raðfullnægingu í munninum.

20150408_072611