Eplapægrautur með eplakompóti

  Sykurlausa eplakompót Naglans er ekki þessa heims. Skúbbað yfir heitan eplapægraut á morgnana, toppað með vanillu eggjahvítuís og þú gætir allt eins verið að slurka í þig dísætri eplaböku í eldhúsinu hjá múttu.     Eplapægrautur 1 skammtur 40g haframjöl 2 msk NOW Psyllium Husk klípa salt epladropar frá Myprotein.com 1/4 rifið zucchini vatn eftir […]

Read More…

Gulrótakökumúffur

Naglinn myndi gjarnan vilja vera gulrótabóndi í Danaveldi því þessi appelsínugulu orkuhús eru eitt aðalnestismatur Baunabúans. Þeir skræla og skola og pakka þeim vandlega inn í álpappír. Svo má heyra “krönsj krönsj” úr hverju horni á skrifstofum, bókasöfnum, kennslustofum, strætóum. Stór ástæða fyrir þessum vinsældum eru líklega að gulrætur eru hræbilligar, c.a hundrað kall íslenskar […]

Read More…

Kanilsnúður fyrir sykursnúða

Hollur kanilsnúður sem tekur aðeins örfáar mínútur?? Ha?? Heyrði ég rétt….*skefurúreyrunum* Sem er líka gómsætur undir tönn og bara 130 kaloríukvikindi?? Og við erum ekki stödd á steppum Útópíu með Elvis og Tupac. Jamm jamm, góðir hálsar, klípið ykkur í handlegginn þar til koma marblettir, en svona er Danmörk í dag. Það er svo auðvelt að […]

Read More…

Eplamúffur Naglans

Naglinn borðar eggjahvítur og haframjöl saman á morgnana. Þar sem græðgismelurinn ræður ríkjum í matarvali, er þessu tvennu aldrei blandað saman. Með því að skilja hvítur og hafra að í sitthvorri uppskriftinni fæst nefnilega meira magn matar, og svartholið heldur KÁ JOÐ, næstu tvo tímana allavega. Eplakaka er í miklu uppáhaldi hjá Naglanum og því […]

Read More…

Bakaður eplakökugrautur

Eplakaka er mikið uppáhaldsát hjá Naglanum og hendir reglulega í eplaböku sem er snædd með ís OG þeyttum rjóma, yfirleitt snætt með tveimur skeiðum og öllum puttum í graðgiskasti. En nú þarf ekki lengur að bíða eftir frjálsri máltíð til að smyrja snúðinn með eplakökugleði, eftir að hafa uppgötvað þessa kombinasjón í morgungleðina. Bakaður eplakökugrautur […]

Read More…

Hollustuvöfflur

Hver fær ekki nostalgíu hroll niður hryggjarsúluna við að sökkva tönnunum í heita vöfflu? Þá getur nú verið gott að eiga hauk í horni með súper fljótlegar Heilsuvöfflur. Þessar eru unaðslegar í morgunsárið, í hádeginu, já eða bara í desa eftir kvöldmat. Heilsu vöfflur 2 egg+ 1 eggjahvíta 3 tsk NOW psyllium Husk (má sleppa […]

Read More…

Hindberjahamingja

Naglinn reynir að gera graut úr þeim ávöxtum sem eru “í sísoni” þá og þá stundina og  það því elsku berin sem dóminera morgunhamingjuna yfir sumarið. Naglinn fór meira að segja og tíndi sín eigin ber í Lundúnaborg í ágúst sem voru án vafa bestu ber sem snert hafa tunguna. Sem betur fer má ennþá […]

Read More…

Gulrótakaka fyrir einstæðing

Stundum langar mann bara í smá….. bara ogguponsu smá …. bara nokkra bita til að friðþægja litla púkann sem byrjar að ólmast og hamast þegar líður á vikuna. “Smá biti af köku og ég skal halda K.J það sem eftir er vikunnar…ég lofa” En þú nennir ekki að skella í heila köku og sitja uppi […]

Read More…