Hindberjahamingja

Naglinn reynir að gera graut úr þeim ávöxtum sem eru “í sísoni” þá og þá stundina og  það því elsku berin sem dóminera morgunhamingjuna yfir sumarið.
Naglinn fór meira að segja og tíndi sín eigin ber í Lundúnaborg í ágúst sem voru án vafa bestu ber sem snert hafa tunguna.

Sem betur fer má ennþá fá þessar snúllur í matvörubúðinni þó langt sé liðið á haustið og hér er því uppskrift að Hindberjadásemd.

40g haframjöl
1-2 mæliskeiðar HUSK
klípa salt
kanill
1 -2 tsk Chia fræ
Berry Stevia dropar
hindber
balsamedik

Haframjöl, Husk, salt, kanill, chia fræ sett í pott með dass af vatni (magn fer eftir þykktarperranum í ykkur) og Berry dropum.

Hindber sett í skál og balsamediki drisslað (nýtt orð) yfir.  Ekki setja þau í grautinn strax.

Suðunni leyft að koma upp á grautnum og þá lækka strax niður og hræra, hræra hræra eins og þú eigir lífið að leysa. Þannig verður grauturinn þykkur og jammí.

Þegar hann er tilbúinn hrærirðu balsamhúðuðu berjunum útí, þá haldast þau heil og verða unaðslegri undir tönn við átu.

Varúð! Þessi kombinasjón framkallar ófélagslega skálasleikingarhegðun.