Naglinn er svín… matarsvín og átvagl með óendanlega teygjanlegt magamál. Örskammtar af mat valda óhamingju í hjartanu og sorg af sulti hálftíma síðar. Þess vegna er leitað allra leiða til að auka magn matarins án þess að bæta við of mörgum kaloríum svo mallakútur sé til friðs næstu tímana og sinnið hamingjusamt.
Enter…. eggjahvítuflöff. Ein mesta snilld síðan brauðristin kom til sögunnar.
Í endalausu uppskriftaráfi sínu um lendur internetsins varð þessi unaður á vegi Naglans og lífið hefur ekki verið hið sama síðan.
Naglinn borðar mikið af eggjahvítum enda einn besti prótingjafi sem völ er á. Naglanum þykir búðingur líka afskaplega skemmtilegt át og flöff því snætt í erg og gríð þessa dagana enda risastór skál af súkkulaðibúðingi sem fæst úr bara nokkrum hvítum.
Innihald:
130-150 grömm gerilsneyddar eggjahvítur (fást í brúsa í flestum matvöruverslunum)
1-2 tsk ósætað kakó t.d Hershey’s unsweetened cocoa (fæst í Kosti)
1 tsk Neskaffi
skvetta af Stevia súkkulaðidropum
50 ml vatn
Aðferð:
Stífþeyta eggjahvítur þar til þær eru alveg pikkstífar og fallegir toppar myndast.
Þá er hætt að þeyta og restin af innihaldinu sett útí.
Hræra á lægsta hraða í eina mínútu til að blanda öllu fallega saman.
Flöffið fellur aðeins saman hér, en ekki skæla….það mun flöffast aftur.
Auka upp í hæsta hraða á hrærivélinni og þeyta í nokkrar mínútur til viðbótar…
Voilá!! unaðslegt súkkulaði-mokka-flöff sem Naglinn snæðir með sykurlausu súkkulaðisírópi frá Walden Farms drissluðu yfir.
Unaður…U.N.A.Ð.U.R segi ég og skrifa!!!
Og magnið maður!!! Svartholið tekur heljarstökk af gleði og græðgi. Og skálin er sleikt.
Það má að sjálfsögðu leika sér með bragðefnin í flöffinu.
Til dæmis mintudropar eru dónalegir í kombinajsón með kakói. Úúúú…líka karamelludropar.
Vanilluduft og/eða vanillu Stevia dropar er líka fáránlega gómsæt samansetning.
Naglinn hefur prófað berjadropa og bætt þá frosnum berjum út í hræruna og það kom skemmtilega út, alltaf gaman að fá smjatt undir tönn.
Velbekomme!!
Pingback: iHerb… ILoveyou | ragganagli
Pingback: Búðingablæti | ragganagli
Pingback: Sítrónulummur | ragganagli