Sjúklega mjúkar brúnkur

Það finnast ekki nógu sterk lýsingarorð í íslenskri tungu sem ná utan um gómsætið sem felst í þessum skinhoruðu, sykurlausu og dúnmjúku brúnkum (brownies). Unaðurinn sem hríslast niður hryggjarsúluna mælist í bandvíddum þegar þú sekkur tönnunum í þetta ljúfmeti. Við tyggingu upphefst reifpartý í munnholinu, með sjálflýsandi höfuðböndum og sýrutónlist. Þegar mjúkelsið rennur framhjá úfnum […]

Read More…

Ostatortillur Naglans

Naglinn elskar vefjur. Það er eitthvað sem fullnægir áferðarperranum við að sökkva tönnunum í upprúllaðan vöndul þar sem innvolsið gumsast út og inn í munnholið. Vefjur eru á borðum nokkrum sinnum í viku og það sem er dásamlegast er að þær geta tekið á sig allra kvikinda líki eftir því hvaða krydd eru brúkuð eða […]

Read More…

Naglapönnsur

  Það er Naglanum mikið ástríðumál að miðla til ykkar elsku lesenda að hollt mataræði þýðir ekki horað kálblað og þurr kjúklingur. Heilbrigður lífsstíll snýst ekki um boð og bönn, heldur allt gúmmulaðið sem hægt er að moða úr hollustunni. Því mataræði snýst ekki bara um kaloríur, kolvetni, prótín og fitu, heldur er það að […]

Read More…

Low-carb tortillur Naglans

Til hvers að eyða hýrunni í plastaðar tortillur úr sjoppunni þegar það tekur fimm mínútur að skella í hjemmelavet lummur. Þessar eru í miklu uppáhaldi hjá Naglanum og frábært að eiga á lager í frysti. Þá er bara kippt út tveimur kvikindum og skellt á pönnu til að þíða upp. Low -carb tortillur Naglans 2 […]

Read More…

Sítrónukaka Naglans

Þegar lífið hendir í þig sítrónum (því það var tilboð á þeim í búðinni), þá býrðu ekki til sykursósað límonaði, ó næ næ frú Stella, ekki heilsumelir. Þeir skella í ljúffenga og horaða sítrónuköku. Þessi passar súper vel í kvöldsnæðing því þegar sykursnúðurinn vill láta á sér kræla yfir imbakassanum síðla kvölds er fátt dásamlegra […]

Read More…

Zucchini banana brauð

    Zucchini banana brauð 2 lítil brauð 2.5 dl möndlumjöl 1 ½ tsk lyftiduft ½ tsk salt 1 tsk kanill 2 dl rifið zucchini (kreista vatn úr) 3 eggjahvítur 3 msk Walden Farms pönnuköku síróp 1 stappaður banani 1 msk kókoshnetuolía (fljótandi)     Aðferð: stilla ofninn á 180°C og smyrja tvö lítil brauðform […]

Read More…

Gulrótakökumúffur

Naglinn myndi gjarnan vilja vera gulrótabóndi í Danaveldi því þessi appelsínugulu orkuhús eru eitt aðalnestismatur Baunabúans. Þeir skræla og skola og pakka þeim vandlega inn í álpappír. Svo má heyra “krönsj krönsj” úr hverju horni á skrifstofum, bókasöfnum, kennslustofum, strætóum. Stór ástæða fyrir þessum vinsældum eru líklega að gulrætur eru hræbilligar, c.a hundrað kall íslenskar […]

Read More…

Öööönaðsleg ostakaka

Naglinn er búin að vera með bullandi löngun í ostaköku í langan tíma núna. En þar sem eitt svoleiðis kvikindi er stútfullt af karólínum hefur það ekki verið í boði svona á hefðbundnum hversdegi. Hvað gera bændur þá þegar löngunin ætlar holdið lifandi að éta? Jú, höfuðleðrið er lagt í maríneringu til að kokka upp […]

Read More…

Súkkulaðikaka í bolla

Naglinn er í súkkulaðiham þessa dagana enda súkkulaðigrís mikill. Fátt gleður sinnið meira en heit súkkulaðikaka. Og þeyttur rjómi á kantinum ætti að vera bundið í stjórnarskrána. Það er löngu skjalfest að síðasta kvöldmáltíð Naglans verður þriggja rétta dinner af súkkulaðiköku með þeyttum rjóma í öll mál. En það er víst ekki hægt að gúlla […]

Read More…

Eplamúffur Naglans

Naglinn borðar eggjahvítur og haframjöl saman á morgnana. Þar sem græðgismelurinn ræður ríkjum í matarvali, er þessu tvennu aldrei blandað saman. Með því að skilja hvítur og hafra að í sitthvorri uppskriftinni fæst nefnilega meira magn matar, og svartholið heldur KÁ JOÐ, næstu tvo tímana allavega. Eplakaka er í miklu uppáhaldi hjá Naglanum og því […]

Read More…