Zucchini banana brauð

Zucchini-banana-brauð

 

 

Zucchini banana brauð

2 lítil brauð

2.5 dl möndlumjöl

1 ½ tsk lyftiduft

½ tsk salt

1 tsk kanill

2 dl rifið zucchini (kreista vatn úr)

3 eggjahvítur

3 msk Walden Farms pönnuköku síróp

1 stappaður banani

1 msk kókoshnetuolía (fljótandi)

 

Zucchini bananabrauð-2

 

Aðferð:

  1. stilla ofninn á 180°C og smyrja tvö lítil brauðform (24 cm)
  2. blanda þurrefnunum saman í skál
  3. blanda blauta draslinu saman nema zucchini – og hræra í drasl í hrærivél eða vörka bísepinn með pískara í 2 mínútur
  4. bæta zucchini saman við og hræra saman
  5. bæta þurra stöffinu út í og hræra saman
  6. hella deiginu í formin
  7. baka í 32-35 mínútur eða þar til tannstöngull kemur út tandurhreinn
  8. taka úr ofninum og leyfa að jafna sig og kólna í 5 mínútur áður en tekið úr forminu

 

 

IMG_6709

Toppað með Walden Farms karamellu sírópi og fleiri bönunum. Algjör unaður líka með horuðu viðbiti og Fjörosti.