Súkkulaði-banana grautartriffli

Banana-súkkulaði-grautartriffli

 

 

Grautarperrinn kynnir nýtt grautartriffli til leiks. Þetta er svo mikið uppáhalds uppáhald þessa dagana að um leið og máltíðinni lýkur er byrjað að telja niður til næsta morguns.

Súkkulaðikókosbananabrjálæði og það er hugsanlegt að einhverjar skálasleikingar fylgi í kjölfarið hjá þér, enda viltu ekki að þessi máltíð taki nokkurn tíma enda.

Súkkulaði-banana-kókos grautartriffli

Grautur

Haframjöl (magn eftir þörf og smekk)
2 tsk NOW psyllium Husk
50g rifið zucchini (gerir meira magn fyrir átsvín)
NOW French vanilla dropar
klípa salt

Ávöxtur:

Banani sneiddur í þunnar skífur

IMG_6105

Horuð súkkulaðisósa:
Ósætað kakó (t.d Hersheys)
möndlumjólk
NOW erythriol/Sukrin flormelis
Valfrjálst: Bragðdropar (t.d NOW coconut, chocolate)

IMG_6108
Kókoskrem:

– 75 g kotasæla
– 75 g skyr/kvark/grísk jógúrt (1%)
– 2 tsk Sukrin/Stevia/NOW erythriol
– NOW coconut dropar
(1 tsk kakó ef þú vilt gera þetta að súkkulaðikókoskremi)

Raða í lögum, graut, sneiddum banana, horaðri súkkulaðisósu og súkkulaðikremi.

Búðu þig undir að ganga í gegnum öll stig sorgar þegar þessi unaður er horfinn í magann.

IMG_6623