Low carb súkkulaðikaffibollakaka

Þegar mataræðið er jafn spennandi og Alþingisumræður um aukningu þorsskkvóta koma upp ljótar cravings sem þú átt engan mótleik við og áður en þú veist af hafa hendurnar tætt upp Hómblest pakkann eins og hungraðar dúfur á brauðhleif.

En ef maður getur borðað köku nánast í hvert mál kemur ekki upp vanþurft og átvaglið er hamingjusamt og valhoppar í Múmíndalnum. Á kvöldin minnkum við oftast kolvetnin fyrir svefninn og þá kemur þessi lágkolvetna kökuslumma ríðandi á hvítum hesti og bjargar okkur úr klóm sykurpúkans.

Low-carb-súkkulaðikaffibollakaka

Low carb súkkulaðikaffibollaka

90 g eggjahvítur

2 msk kókoshnetuhveiti (Dr Goerg)

½ tsk lyftiduft

2 msk NOW Psyllium HUSK

1 msk ósætað kakó

2 msk möndlumjólk

1 msk ósætuð eplamús

NOW kókoshnetudropar

Aðferð:

1. Blanda öllu saman með töfrasprota. EKKI sleikja deigið af nema taka úr sambandi fyrst… talað af reynslu. Sundurskorin tunga getur ekki borðað í heilan dag og þá verður átvaglið verulega svekkt.

2. Hella í djúpa skál eða kaffibolla. Örra í 2-3 mínútur (eftir örra). Leyfa að kólna í nokkrar mínútur áður en hvolft á disk. Toppað með horaðri súkkó sósu Naglans og þeyttri undanrennu.

Low-carb-súkkulaðikaffibollakaka-2

Fróðleiksmoli:

Hvað er Psyllium HUSK?

NOW psyllium husk

 HUSK er malað hýði fræja af plöntu sem heitir Plantago psyllium.  Það er náttúrulegt fæðubótarefni sem finnst bæði í duftformi og í hylkjum og hjálpar til við meltingu og starfsemi þarmanna og heldur öllu sýsteminu vel reglulegu. HUSK vinnur gegn háu kólesteróli, harðlífi, iðraólgu og niðurgangi og jafnar blóðsykur.

Þegar Psyllium fræin blandast við vatn verður eins og hálfgert gel og er frábært til lágkolvetna og glúteinlauss baksturs því fræin eru náttúrulega glúteinlaus.

NOW psyllium HUSK fæst m.a í Nettó, Lifandi Markaði, Fjarðarakaupum og Víði.