Bakaður eplapægrautur

Bakaður eplakökugrautur merktur

ó hvað Naglann langar að snúa við tímanum eins og Cher og upplifa þessa máltíð aftur og aftur.
Naglinn hefur oft gert eplakökugraut  áður en bara með öðru sniði og ekki nærri eins gómsætan og þennan.
Því þessi er meira eins og eplapæ,  Hér var tekinn útgangspunktur í einu uppáhalds eplapæi sem Naglinn hefur hollustuvætt og er oft á boðstólum fyrir gesti og gangandi.

Í þessum unaði dönsuðu sjóðheitar eplaskífurnar í bráðnuðum kanilnum og Súkríninu og þegar frosnar vanillueggjahvíturnar lögðust ofan … úff Naglinn þurfti alveg að taka pásu núna frá að hamra á lyklaborðið til að þurrka sleftaumana.

Bakaður eplaköku merktur 2

Bakaður eplapægrautur

Innihald

40g Himnes hollusta haframjöl
150g epli (hvaða tegund sem er)
1-2 mæliskeiðar NOW Psyllium HUSK (má sleppa en gerir meira magn)
1/2 tsk lyftiduft
30g fínrifið zucchini (má sleppa en gerir meira magn)
klípa sjávarsalt
1 tsk apple pie spice (iherb.com)

2 tsk kanill (Ceylon kanill er jól í dollu)
2 tsk erythritol
4-5 dl vatn

 

himnesk-hollusta-haframjo%cc%88l

Aðferð

1. Stilla ofn á 170 °C

2. Skera epli í þunnar skífur. Naglinn skrallar ekki hýðið af en það má alveg.

3. Blanda haframjöli, HUSK, lyftidufti, kanil, salti, apple pie spice, zucchini og vatni saman í skál. Hræra vel saman með gaffli
4. Raða skífunum í botninn á eldföstu móti í nokkrar hæðir (fer eftir stærð formsins). Strá kanil og erythritol yfir hvert lag af eplum.

IMG_6479

 

5. Hella haframjölsblöndunni yfir eplaskífurnar.

6. Baka í 45-50 mínútur. Naglinn slekkur þá á ofninum og leyfir kvekendinu að hvíla sig inni í ofninum yfir nótt. Þá kemur ansi skemmtileg áferð á skorpuna… jebb ég viðurkenni fúslega að vera áferðarperri.

IMG_6592

One thought on “Bakaður eplapægrautur

  1. Pingback: Dagur í lífi Naglans – Ragga Nagli

Comments are closed