Naglinn borðar ekki bara horaðar kökur og hollustubakkelsi þó það líti út fyrir annað miðað við alla klámfengnu póstana bæði hér og á Snjáldru. En sannleikurinn er sá að helmingur máltíða dagsins er kjötmeti af einhverju tagi með haug af græmmó, og annað hvort kolvetnagjafi í formi sterkju (ekkert low-carb mataræði hér) eða góð fita á kantinum. Þessi dinner er inspíreraður af gamalli uppskrift þegar Naglinn var á sokkabandsárunum á heilsubrautinni og hefur verið í miklu uppáhaldi undanfarin misseri.
Kjúklingagratín Naglans
rifinn kjúlli eða kjúllabringa
sveppir
1 msk möndlumjólk
maísbaunir
gufusoðið brokkolí
blómkálsmússa
horaður ostur (6% eða 11%)
1. Stilla ofninn á 170°C
2. steikja sveppi og setja í skál með 1 msk möndlumjólk
3. mauka sveppi og möndlumjólk saman í spað með töfrasprota
4. Rífa kjúkling í strimla og raða í botninn á eldföstu móti.
5. Sveppamauk, gufusoðið brokkolí og maísbaunir plantað ofan á kjúllann og blómkálsmússan breidd eins og dúnsæng yfir.
6. Loka með horuðum ostsneiðum
6. Inn í ofn í 10 mínútur með grill fúnksjón í síðustu 2-3 mínúturnar svo osturinn verði tanaður í drasl.
Bon appetit!