Ólífu-salthnetukjúklingur

Ólífukjúklingur Naglans með ristuðum salthnetum Þessi kjúllaréttur tekur öll skilningavitin í gíslingu, því gúrmetið er á slíkum skala að þú trúir ekki að þetta sé hollusta að gumsast um í munnholinu.  Þú vilt aldrei að þessi réttur klárist því fortíðarátsþráin eftir þessa máltíð er óþægileg tilfinning. Þess vegna er ráðlegt að búa til nógu mikið […]

Read More…

Ostalaus ostasósa

Ostalaus ostasósa næringarger er parmesanostur veganætunnar. Næringarger gefur saltbragð í mat og brúklegt í allskonar fyrir átvögl. Til dæmis í pizzabotna, falafelbollur, ostapoppsblómkál,ostalausa ostasósu eins og þessa hér…..   Ostalausa ostasósan (veganvæn) 1 dl næringarger  (frá NOW eða Naturata) 2 msk MONKI tahini (sesamsmjör) 1 tsk salt 1 tsk hvítlauksduft 1 tsk túrmerik 1 dl […]

Read More…

Dagur í lífi Naglans

Þessi pistill birtist í Heilsublaði Nettó í september 2017 Dagur í lífi Röggu Nagla Hvernig er dæmigerður dagur í mínu lífi? Ég er algjör morgunhani og er yfirleitt komin á fætur milli 6 og 6:30. Stundum fyrr ef það er mjög annasamur vinnu dagur framundan en ég vinn sem sálfræðingur í Kaupmannahöfn þar sem ég […]

Read More…

Tjásaður kakókjúlli

Þessi kjúllaréttur er svo mikið uppáhalds. Það er eitthvað við tætt og tægjað kjöt sem fær áferðarperrann í gininu til að skríkja af gleði. Og kakói blandað saman við ásamt heitum kryddum, reyktu bragði og nettu chili mætir súkkulaðiperrinn á kantinn, og standandi eftirpartý upphefst í munninum.   Það besta við þennan tjásaða kjúllarétt er […]

Read More…

Guðdómlegur grillkjúlli með dásamlegu meðlæti

Eftir að hafa spænt malbik Reykjavíkur í maraþoninu er mikilvægt að eldamennskan sé einföld og fljótleg því yfirleitt eftir slík átök er nennan í núlli til að snuddast mikið í eldhúsinu.   Því er upplagt að henda á grillið prótíngjafa beint í hungraða vöðvana. Hrísgrjón í pott til að fá góð kolvetni sem hefja prótínmyndun […]

Read More…

Barbikjú-apríkósu kjúlli- sykurlaus

Ég elska að hollustuvæða hefðbundnar uppskriftir sem innihalda sykur, smjérva og rjóma og finna önnur innhaldsefni sem virka alveg jafn vel í staðinn án þess að gæði eða bragð líði fyrir tilraunamennskuna.   Þessi kjúllaréttur hefur lengi verið í uppáhaldi og er mun hitaeiningasnauðari en forfaðir hans en klárast upp til agna af gestum og […]

Read More…

Marbella kjúlli – Naglavæddur

Klórarðu þér í skallanum hvað þú eigir að elda í kvöldmat? Eitthvað sem gleður ginið á sama tíma og nærir skrokk. Hér er ein gómsæt og girnileg kjúllauppskrift með döðlum, ólífum og kapers sem tekur enga stund. Galdurinn er að marinera bíbífuglinn yfir nótt til að hann drekki í sig allt djúsí stöffið. Þá þarf […]

Read More…

Kjúklingagratín Naglans

  Naglinn borðar ekki bara horaðar kökur og hollustubakkelsi þó það líti út fyrir annað miðað við alla klámfengnu póstana bæði hér og á Snjáldru. En sannleikurinn er sá að helmingur máltíða dagsins er kjötmeti af einhverju tagi með haug af græmmó, og annað hvort kolvetnagjafi í formi sterkju (ekkert low-carb mataræði hér) eða góð […]

Read More…

Möndluhjúpaður kjúlli

Þessi er virkilega djúsí og krönsjí undir tönn sem gerir át alltaf skemmtilegra, sérstaklega fyrir fólk með áferðarblæti. Hver vill sveittan KFC þegar svona gúmmulaðishollusta er á boðstólum?     Innihald: Kjúklingabringa Hakkaðar möndlur (u.þ.b 20 g er nóg fyrir eina meðalstóra bringu) Parmesan ostur Hveiti/spelt hveiti Eggjahvíta Svartur pipar + Salt + cayenne duft […]

Read More…

Mexíkanskt lasagne – Naglavætt

Þessi uppskrift Röggu Nagla birtist í Vikunni 25. október. Þegar haustið er komið kemur alltaf upp pervertísk löngun í “Réttinn” eins og við hjónin köllum hann, en það er mexíkanskt lasagne sem er aðeins betrumbætt í höndum Naglans til hollustuvæðingar….  það má kalla það Naglavæðingu því þá geta átsvín og matargöt  borðað meira með góðri samvisku *hnegg* *hnegg*. […]

Read More…