Möndluhjúpaður kjúlli

Þessi er virkilega djúsí og krönsjí undir tönn sem gerir át alltaf skemmtilegra, sérstaklega fyrir fólk með áferðarblæti. Hver vill sveittan KFC þegar svona gúmmulaðishollusta er á boðstólum?

 

Almond-Crusted Chicken

 

Innihald:

Kjúklingabringa

Hakkaðar möndlur (u.þ.b 20 g er nóg fyrir eina meðalstóra bringu)

Parmesan ostur

Hveiti/spelt hveiti

Eggjahvíta

Svartur pipar + Salt + cayenne duft (má sleppa)

Aðferð:

Hveiti/spelt á disk

eggjahvítu í skál
Möndlur í blandara þar til þær eru gróft hakkaðar
Blanda möndlum og parmesan saman

Bringu velt fyrst upp úr  hveiti/spelti þar til hún er þakin.
Velta uppúr eggjahvítu og möndlum svo þær þeki hana nokkurn veginn.
Krydda með salti og svörtum pipar.

Bakað í ofni á c.a 170-200°C í 45 mín (tími fer eftir ofni)