Kanilsnúður fyrir sykursnúða

Hollur kanilsnúður sem tekur aðeins örfáar mínútur?? Ha?? Heyrði ég rétt….*skefurúreyrunum* Sem er líka gómsætur undir tönn og bara 130 kaloríukvikindi?? Og við erum ekki stödd á steppum Útópíu með Elvis og Tupac.
Jamm jamm, góðir hálsar, klípið ykkur í handlegginn þar til koma marblettir, en svona er Danmörk í dag. Það er svo auðvelt að vera heilsumelur og sykursnúður samtímis.

Þetta er eiginlega kanilkaka en ekki snúður, því það er enginn snúningur, en kanilsnúður sykurnsúðsins hljómar bara svo vel svo þessi gúmmulaðisdúlla fær að halda því nafni.

Eina sem þú þarft að eiga er örbylgjuofn og kaffibolli… já og öll innihaldsefnin líka.

Kanilsnúður

Kanilsnúður sykursnúðsins

Kanilsnúður

1 eggjahvíta
1 msk hreint skyr
1.5 msk kókoshnetuhveiti
1 msk möndlumjöl (eða malað haframjöl)
1 msk vanillu prótínduft (má sleppa)
1-2 tsk Stevia/Sukrin
1/2 tsk kanill
1/2 tsk lyftiduft
2.5 – 3 msk vatn eða mjólk

Krem

30g 3% smurostur
2-3 tsk Walden Farms Pancake síróp (fæst í Fitness Sport)
1 tsk Sukrin flórsykur

IMG_4210

Aðferð:

1. spreyja kaffibolla með PAM.
2. Blanda öllu í snúðinn saman í litla skál og hella svo í bollann og henda í örrann í 1 mínútu. Athuga þá hvort toppurinn sé harður, og ef ekki hita í 15-30 sek (fer eftir örra hversu lengi).
3. Hræra saman innihaldinu í kremið
4. Hvolfa úr bollanum á disk, skera kökuna í tvo til þrjá bita og smyrja hvern og einn með kremi.  Toppa jafnvel með pekanhnetum, berjum eða hverju sem kitlar pinnann.