Næturgrautur með berjum

Hefurðu prófað næturgraut?

Þeir sem eru komnir með leið á hefðbundnum graut kokkuðum á gamla móðinn ættu að prófa þennan þykkildisunað.

Sérstaklega núna um þessar mundir þegar öll litlu fallegu andoxunarfullu berin eru í blóma lífsins.

Það er líka fátt sem jafnast á við að þurfa ekki að preppa eitt eða neitt og geta hent sér rakleitt í átið þegar staðið er upp úr bælinu.

 

overnight oats2

Innihald:

– haframjöl (magn eftir þörf, smekk og græðgi)
– 2 msk chia fræ
– lítil dós skyr
– bláber
– hindber
– 1 tsk vanilluduft
– 1 dl mjólk (belju/möndlu/kókoshnetu/soja)
– Valfrjálst: Stevia/Sukrin, kanill, prótínduft, hnetur/möndlur)

Aðferð:

Blanda öllu saman í box eða krukku, helst sem hægt er að loka og hræra vel saman.

Geyma í ísskáp yfir nótt.

Taka út um morguninn og toppa með fleiri berjum, sykurlausri sultu, möndlum, hnetum, fræjum, kókos eða hverju því sem kitlar tungubroddinn þinn.