Öööönaðsleg ostakaka

Naglinn er búin að vera með bullandi löngun í ostaköku í langan tíma núna. En þar sem eitt svoleiðis kvikindi er stútfullt af karólínum hefur það ekki verið í boði svona á hefðbundnum hversdegi.

Hvað gera bændur þá þegar löngunin ætlar holdið lifandi að éta? Jú, höfuðleðrið er lagt í maríneringu til að kokka upp holla útgáfu sem má gúlla á kvöldin yfir vikuna og átvaglið deyr af of stórum skammti af hamingju.

IMG_4233

Þessi kombinasjón bragðaðist eins og litlar sneiðar af himnaríki, og það besta er að undirbúningurinn jaðrar við núllið og aðferðin passar 100% við letidýr eins og Naglann.  Óþolinmæðismelurinn þarf samt að bíta á jaxlinn og bíða eftir að hún kólni nóg til átu.

Malaðar möndlur í botninum gáfu unaðslegt krönsj undir tönn sem gladdi áferðarperrann allverulega. Það er hægt að nota möndlumjöl líka en þá kemur ekki sami effekt.

IMG_4220

Hindberja ostakaka

4 skammtar

Botninn:

100g NOW möndlumjöl

1 dl möndlumjólk

Now-Almond-Flour

Fylling:

450g kotasæla

200 g kvark (eða hreint skyr)

4 eggjahvítur

1 msk NOW erythriol (Stevia/Sukrin)

NOW french vanilludropar

1 msk vanillu prótín (Naglinn notar Trutein) (má sleppa)

NOW erythriol

Toppur:

Hindber

1-2 tsk NOW erythriol

1. Stilla ofninn á 175 °C. Hakka möndlurnar í matvinnsluvél (eða nota möndlumjöl).Blanda öllu í botninn með höndunum. Þetta er sóðalegt verkefni. Þrýsta gumsinu í botninn á smelluformi og inn í ofn í 10-15 mínútur. Taka út og leyfa því að dunda sér á kantinum meðan fyllingin er útbúin.

2. Blanda öllu í fyllinguna saman með töfrasprota eða í blandara.

3. Hella fyllingunni ofan á botninn og henda í ofninn í 35 mínútur eða þar til hún er orðin þétt að ofan og prjónn sem er stungið í miðju kemur tandurhreinn upp. Hún má alveg hristast pínu. Leyfa kökunni að kólna aðeins áður en hún sameinast toppnum.

4.  Örra hindber í 30-60 sekúndur með smá sætuefni þar til það er orðið að gumsi og smyrja svo yfir lufsuna.Henda henni svo í ísskáp í 1-2 tíma, eða yfir nótt…. ef þú getur beðið svo lengi.

IMG_4230

Naglinn gat ekki beðið nema í klukkutíma *hóst* og slafraði öllu í sig samviskusamlega án þess að blikka auga.

One thought on “Öööönaðsleg ostakaka

  1. Pingback: Súkkulaðikókos ostakaka – step by step | ragganagli

Comments are closed