Bakaður rabbarbaragrautur

Er það ávöxtur? Eða er það grænmeti? Kviðdómurinn hefur ekki ákveðið sig, en þetta grænmeti sem þykist vera ávöxtur er í miklu uppáhaldi hjá Naglanum. Það fylgir gríðarleg nostalgía rabbarbaraáti frá útúrsykruðum rabbarbaragraut með rjóma hjá ömmu í Breiðholtinu og Gerður Bjarklind í bakgrunnninum að lesa dánarfregnir og jarðarfarir á gráköldu janúarkvöldi.

IMG_4057

Bakaður rabbarbaragrautur

haframjöl (magn eftir þörf og smekk)
2-3 skeiðar HUSK
klípa salt
1/2 tsk lyftiduft
vanilluduft
Stevia vanilla créme eða Kötlu vanilludropar
rabbarbari skorinn í 1 cm þykka bita
1 tsk Sukrin Gold

Öllu blandað saman í eldfast mót. Naglinn notar sílíkonform.
Hræra vel saman með gaffli.

Baka í 35-40 mín á 170°C
Farðu úr bænum og haltu á ketti að strá Sukrin Gold yfir og stilla á grill í 5 mínútur undir lokin.