Sálfræði á að vera aðgengileg fyrir alla. Þess vegna býð ég uppá sálfræðimeðferð í gegnum veraldarvefinn í gegnum samtöl í gegnum Kara Connect kerfið, tölvupóst og sameiginlegan aðgang að heimaverkefnisskjali sem aðeins skjólstæðingur og sálfræðingur hafa aðgang að og fyllstu þagmælsku gætt.
Ég vinn með öll sálræn vandamál: kvíða, streitu, depurð, félagsfælni, þunglyndi, sorg, ofát, yfirþyngd og átraskanir. Jafnframt samskiptavanda og sambandsráðgjöf.
Ég byggi mína meðferð á hugrænni atferlismeðferð (HAM) sem byggir á að hugsanir hafi áhrif á tilfinningar og hegðun. Lögð er áhersla á núverandi vanda, hvað viðheldur honum og hvernig má breyta samspili hugsana og hegðunar til að stuðla að bata.
Eins notast ég við Dialektíska atferlismeðferð (DBT), núvitund (mindfulness), og ACT (acceptance commitment therapy).
Eins notast ég við Dialektíska atferlismeðferð (DBT), núvitund (mindfulness), og ACT (acceptance commitment therapy).
Streita
Væg streita í stuttan tíma er eitthvað sem flestir ráða við. En þegar streituástand verður viðvarandi eru einkenni pirringur og síþreyta og getur leitt til kulnunar í starfi, verkkvíða, líkamlegra kvilla og svefntruflana. Rannsóknir sýna að streita minnkar mikið við HAM og núvitund
Kvíði.
Kvíði einkennist af þrálátum áhyggjum varðandi sjálfan sig, aðra og framtíðina. Athygli, atferli og hugsanir og frestunarárátta viðhalda síðan kvíðanum.
Í hugrænni atferlismeðferð er skjólstæðingum kennt að endurskoða þær hugsanir sem viðhalda áhyggjunum og gera atferlistilraunir ýmiss konar til að sanna fyrir sér að áhyggjurnar eigi ekki við rök að styðjast.
Mataræði og þyngdarstjórnun.
Ég hef sérhæft mig í að aðstoða fólk að öðlast heilbrigðara samband við mat og líkamsímynd. Markmiðið er að þú losnir úr vítahring, feluleik og vanlíðan varðandi mataræði og þjálfa nýja hjálplegri hugsun og hegðun.
Lesa má um þá nálgun hér
Meðferðin felst í upphaflegu Skype samtali til að koma auga á hvar vandinn liggur. Eftir samtalið færðu heimaverkefni í hverri viku sem ég fer yfir og við skoðum saman í gegnum tölvupóst og Skype á 2-3 vikna fresti.
Ég lauk B.A prófi í sálfræði árið 2004 frá Háskóla Íslands.
M. Sc. í heilsusálfræði frá University of Surrey, Guildford árið 2007 og Cand. Psych í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn árið 2013.
M. Sc. í heilsusálfræði frá University of Surrey, Guildford árið 2007 og Cand. Psych í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn árið 2013.
Ég hef starfað sem verkefnastjóri á Landspítala við rannsóknir á lungnatrefjun og kæfisvefni, í Háskóla Íslands sem verkefnastjóri á Rannsóknastofnun um lyfjamál, rekið fjarþjálfun Röggu Nagla síðan 2008 þar sem ég hef hjálpað þúsundum með lífsstílsbreytingu.
Ég hef verið með mína eigin sálfræðistofu í Kaupmannahöfn frá 2013 við Holger Danskes Vej, Frederiksberg.
Verðlisti:
Sálfræðmeðferð: 45.000 kr fyrir 4 vikur
Innifalið í meðferð:
Fjögur samtöl í 1 klst hvert
Heimaverkefni
Sálræn verkfæri
Tölvupóstsamskipti
Skráning: ragganagli79@gmail.com