Mataræðisráðgjöf

Ég býð uppá sálfræðimiðaða mataræðisráðgjöf sem byggir á hugrænni atferlismeðferð og núvitund til að hjálpa fólki öðlast þetta góða jafnvægi í heilbrigðu mataræði. Í meðferðinni er rafræn sálfræðileg matardagbókog skráning á hegðun, hugsun, tilfinningum sem búa að baki matartengdum ákvörðunum.
Þú færð einnig ráðgjöf og leiðbeiningar um fæðuval, skammtastærðir og næringu.
Í sálfræðihlutanum eru ýmis heimaverkefni og atferlistilraunir tengt mataræðinu. Þú færð jafnframt verkfæri til að tækla erfiðar aðstæður, eigin hugsanir og stuðla þannig að æskilegra hegðunarmynstri.
Markmiðið er að auka og dýpka skilning á þeim ákvörðunum sem við tökum. Af hverju við tökum óæskilegar ákvarðanir og verkfæri til að breyta þeim.
Markmiðið er jafnframt að öðlast heilbrigt samband við mat, losna úr viðjum samviskubits og sektarkenndar og losa þannig orku til að lifa lífinu til fulls.
Meðferðin er á 30.000 kr fyrir 4 vikur.