Fokk fullkomnun

Þú skrollar instagrammið í morgunsárið og við þér blasir pastellitaður veruleiki.   Vinkonan að pósta myndum. Hún er framkvæmdastjóri en heimilið alltaf eins og Hús og híbýli séu að koma í heimsókn. Flöffaðir púðar Flúnkunýi Epal sófinn hvílir tignarlega á stofugólfinu eins og ljón í eyðimörkinni. Nýbakaðar bollur í skál á sprautulakkaða eldhúsborðinu. Skreytt lífrænum […]

Read More…

PartýDívur – Allskonar gómsætar ídýfur

Það er ekkert partý nema með dýfur. Þessar dýfur eru svo gordjöss að þær eru meira dívur. Ef þær væru manneskjur myndu þær heimta appelsínur tíndar af börnum í Nepal baksviðs á tónleikum. Dívur eru algjört möst í forrétt með góðu brauði og niðurskornu grænmeti. Dívurnar geta svo fært sig yfir á matarborðið og dansað […]

Read More…

Sætt án sykurs – fræðsla um allskonar sætuefni

Ekki allir vilja fylla vélindað af sykri og smjeri í uppskriftum sínum þar til vömbin biðst vægðar, og leita því logandi ljósi að hollari valkostum til að líða betur en jafnframt taka þátt í gleðinni. Þá eru mörg vopn í vopnabúri hollustumelsins sem hægt er að grípa í.   Það er til dæmis barnaleikur einn […]

Read More…

Mættu í lífið án afsakana

  Naglinn var að hamra út snörun í ræktinni. Kona vatt sér upp að hlið Naglans og sagði: “Ég verð að segja hvað er gaman að fylgjast með þér æfa.” “Þú ert svo sterk og örugg. Eins og með kláðamaur innanklæða fór Naglinn öll á ið í vandræðagangi. Og byrjaði strax að gubba út afsökunum […]

Read More…

Framheilalömun

Þú fórst aaaalltof of seint að sofa í gærkvöldi Þú þreifst ekki íbúðina um helgina eins og planið var. Þú borðaðir of margar pizzasneiðar í kvöldmat. Þú slepptir badminton með stelpunum á miðvikudag. Misstir kontrólið í Namminlandi um helgina og slátraðir kílóavís. Misstir síðan kúlið og snappaðir á börnin yfir kvöldverðinum. Þú svafst yfir þig […]

Read More…

Stasi löggan

Vissir þú… þegar við fylgjum matarplani, megrunarkúr eða mataræðisstefnu sem fyrirskipar eins og á STASI lögga ríkistímaplani með örfáum ríkismatvælum þá tvíeflist sú stöð í heilanum sem tengir mat við verðlaun. Af því við skorthugsunin ryður sér til rúms. Þú ert að líða skort. Þú ert að missa af. Þú ert ekki með í partýinu. […]

Read More…

Bakað hafra-berja-banana-brjálæði

Þú þarft að kaupa þér sérhljóða eftir að borða þessa sykurlausu berjaböku. Enginn sykur. Ekkert hvítt hveiti. Bara unaður. Hollusta og hamingja. Gleði og gúrmeti. Tryllingsdansinn sem upphefst þegar heit berin og bananinn koma saman í haframjölskrönsi undir tönn er eins og unglingadrykkja á Þjóðhátíð. Og Ó svo einfalt og yndislega fljótlegt. Því hver nennir að […]

Read More…

Snikkersbitar – sykurlausir og gordjöss

Hverjum finnst ekki Snickers gott? Þeir sem segja eitthvað annað eru að ljúga blákalt. En  hið hefðbundna Snickers úr sjoppunni á Grandanum er stútfullt af sykri, aukaefnum og mettaðri fitu. Þessir sykurlausu dúddar innihalda hinsvegar einungis náttúrulegt stöff og gleðja því bæði líkama og sál. Þeir eru tilbúnir á núlltveimur og geymast vel í kæli. En […]

Read More…

Næntís fyrirbærið ‘Nammidagur’

Nammidagur. Naglinn hélt að þetta fyrirbæri hefði dáið drottni sínum á níunda áratugnum ásamt Sódastrím og vídjóspólunni. En svo virðist að þessi dagur lifi enn góðu lífi. Þessi dagur þar sem kaloríur telja ekki. Þar sem allt er leyfilegt. Þessi dagur þegar Hagkaup breytist í lögmál frumskógarins. Smellur í plastlokum skellast aftur í taktföstum ryþma […]

Read More…

Sykurlaus eplapæja með hnetum og stökkum hafrahjúp

  Það er ekki til unaðslegra kombó en bökuð epli,kanill, bráðið súkkulaði, hnetur og haframjöl.   Hér er uppskrit að hollri sykurlausri eplapæju með hnetum, kakónibbum Yndisleg með Þeytitopps sprauturjóma a og sykurlausu sírópi. Getur verið glúteinfrí fyrir þá sem það kjósa en þá er bara að skipta út hefðbundnu haframjöli fyrir glúteinfrítt. Uppskrift: Hafrahjúpur: 1 dl […]

Read More…