Brjálæðislegt bakað blómkál með sætum sinnepstímjanhjúp

Innihald
Einn stór blómkálshaus
2 msk Good Good sweet like syrup eða annað sykurlaust síróp
2 msk Grófkorna sinnep
1 msk sítrónuólífuolía (t.d Himnesk hollusta)
1 tsk Timjan
klípa Lífsalt

Aðferð

Stilla ofn á 180°C
Skera blómkálið í tvennt.
Hræra öllu saman í sósuna
Löðra sósunni yfir blómkálið og smyrja vel yfir allan hausinn.
Skutla í ofninn í góðar 45-55 mínútur.
Lykillinn að gordjöss blómkáli er að það verði vel mjúkt undir tönn.

Þessi réttur slær alltaf í gegn í öllum matarborðum sem meðlæti, hvort sem er með grilluðum laxi, ofnbökuðum kjúlla eða grilluðu lambi.
Algjört dúndur að skella í 2-3 blómkálshausa þegar grænkerar koma í mat því þá geta þeir notað þetta sem aðalrétt.

______________________________________
Færslan er unnin í samstarfi við Icepharma og Lífsalt.