Sjúklega gómsætt BBQ bakað blómkál

  Þessir barbikjú blómkálsvængir trylla alla bragðlauka og eru svo yfirgengilega gómsætir að þú þarft enga aðra uppskrift fyrir meðlæti, snarl, forrétt eða hreinlega sem aðalrétt með hrísgrjónum eða kartöflum. Innihaldið eiga flestir til í skápunum, og ef ekki þá er 25% afsláttur af öllu heilsustöffi í Nettó þessa dagana, 24 september til 4. október. […]

Read More…

Brjálæðislegt bakað blómkál með sætum sinnepstímjanhjúp

Innihald Einn stór blómkálshaus 2 msk Good Good sweet like syrup eða annað sykurlaust síróp 2 msk Grófkorna sinnep 1 msk sítrónuólífuolía (t.d Himnesk hollusta) 1 tsk Timjan klípa Lífsalt Aðferð Stilla ofn á 180°C Skera blómkálið í tvennt. Hræra öllu saman í sósuna Löðra sósunni yfir blómkálið og smyrja vel yfir allan hausinn. Skutla […]

Read More…

Himneskt hummus

  Það er fátt sem stenst hummus snúning í gómsæti og lekkerheitum. Ein uppáhalds matargerðin er arabísk, líbönsk og tyrkneskt þar sem maður fær marga litla rétti sem kallast meze og þar er hummus algjört lykilatriði. Eins er það lífsnauðsynlegt með grilluðum kjúklingi og hrísgrjónum. Uuunaður með Oumph. Sjúklegt smurt á tortillur, himneskt með niðurskornu grænmeti, […]

Read More…

Beikonmússa Naglans

Þið hafið verið aðvöruð. Naglinn er á blómkálsrússi. Í þetta skiptið er það Beikonblómkálsmússa sem lítur reglulega dagsins ljós í Naglahöllinni. Það er eitthvað við reykta bragðið sem harmónerar dásamlega við barbekjú kryddið og þessi slumma passar unaðslega með allskonar mat, og sem lágkolvetna alternatíf við kartöflumús fyrir þá sem aðhyllast slíka nálgun í mataræði. […]

Read More…

Skinhoruð súkkulaðimússa

Blómkál er guðsgjöf náttúrunnar til heilsugosa, því það er eins og kameljón og getur brugðið sér í allra kvikinda líki. Blómkál eykur líka magn af mat með aðeins örfáum karólínum. Fyrir þá sem mæla lífshamingju í magni af mat eins og Naglinn er slík viðbót eins og að fá símtal frá Brad Pitt með boð í […]

Read More…

Naglapönnsur

  Það er Naglanum mikið ástríðumál að miðla til ykkar elsku lesenda að hollt mataræði þýðir ekki horað kálblað og þurr kjúklingur. Heilbrigður lífsstíll snýst ekki um boð og bönn, heldur allt gúmmulaðið sem hægt er að moða úr hollustunni. Því mataræði snýst ekki bara um kaloríur, kolvetni, prótín og fitu, heldur er það að […]

Read More…

Kókosblómkálsmússa

Blómkál er eins og kameljón. Það má brúka það í allskonar fyrir aumingja sem vilja gera matinn sinn horaðri en með fullt af fyllingu í mallakút. Blómkálshrísgrjón. Blómkálsmússa. Horuð pizza. Blómkálsklattar. Blómkálssúpa Eins er það góður vinur þeirra sem vilja minnka kolvetnin í matnum, til dæmis ef við erum ekki aktíf á kvöldin og minnkum þá elsku vini okkar sterkjuna […]

Read More…

Horuð flatbaka

Hér er frábær hugmynd að nýtingu á hinu dásamlega blómkáli í holla og gómsæta flatböku… hverjum datt það eiginlega í hug fyrst??? En þessa böku má sannarlega gúlla með góðri samvisku og tilvalin í dinner í byrjun vikunnar þegar kjötsviti og sykurtremmi ríður húsum eftir helgina og mörgum finnst að þeir þurfi aldrei að borða aftur. […]

Read More…

Mússaka Naglans

Naglinn smakkaði gríska moussaka fyrir ekki alls löngu og Halló Hafnarfjörður! hvar hefur þessi unaður falið sig? Á Grikklandi kannski. En moussaka er mjög orkuríkur og þó Naglinn gæti slurkað því í smettið alla daga þá er það ekki æskilegt fyrir skottið. Inn kemur Naglavædd mússaka með blómkálsmússu, horaður og hollur sem passar vel í […]

Read More…

Blómkálsmússa

Blómkál er besti vinur þeirra sem af einhverjum ástæðum vilja minnka kolvetnaneyslu sína, til dæmis á kvöldin þegar við erum lítið aktíf og botninn vermir sófasettið meðan augun taka inn nýjustu þáttaseríuna úr herbúðum Hollívúdd. Það má gera hrísgrjón úr þeim með að rífa þau hrá á rifjárni eða hakka í blandara. Henda svo í […]

Read More…