Naglapönnsur

PhotoGrid_1404981854408

 

Það er Naglanum mikið ástríðumál að miðla til ykkar elsku lesenda að hollt mataræði þýðir ekki horað kálblað og þurr kjúklingur.

Heilbrigður lífsstíll snýst ekki um boð og bönn, heldur allt gúmmulaðið sem hægt er að moða úr hollustunni.

Því mataræði snýst ekki bara um kaloríur, kolvetni, prótín og fitu, heldur er það að miklu leyti sálrænt og bundið í rótgrónar venjur, þarfir og langanir.

Við erum ekki bragðaukalus Árni úr járni sem segir dooinng.

Þessar pönnsur eru svo einfaldar og aðeins fimm innihaldsefni. Blómkálið gefur meira magn og meira flöff og Naglinn sver við bíseppinn að þið finnið ekki bragð af því

Grindhoraðar ammerískar pönnsur Naglans (4-5 stk)

150 ml eggjahvítur
1 dl rifið blómkál (hakkað í matvinnsluvél/blandara)
2 msk NOW Pysllium Husk
2 msk Isola möndlumjólk
1 tappi Frontier maple dropar eða NOW French vanilla dropar

Hræra öllu saman með gaffli.
Hella 1/4 af deiginu á sjóðandi heita smurða pönnu. (ef þið viljið þynnri pönnsur þá skiptið þið deiginu í tvennt.)

Lækka í miðlungshita.
Þegar bobblur byrja að myndast og hún orðin þurr á maganum má snúa lufsunni á bakið.
Endurtaka leikinn með restina af deiginu.

Bera fram með jarðarberjahrærðu skyri, sykurlausu sírópi, horaðri súkkulaðisósu, hnetusmjöri…. eða hvað sem hugurinn girnist.

Bon appétit!

One thought on “Naglapönnsur

  1. Pingback: Utan þjónustusvæðis | ragganagli

Comments are closed