Þessar morgunverðarmúffur er það sem er borðað á himnum.

Súkkulaði og bananar eru kombó sem guðirnir fundu upp. Þessar múffur eru tilvaldar fyrir frystinn til að kippa einni út fyrir dúndur gómsætan og hollan morgunverð.
Þessar múffur eru stútfullar af lími líkamans sem er kollagen sem dúndrar fullt af hári á hausinn, strekkir á húðinni og lætur neglurnar spretta eins og njóla á húsvegg.
Ekki einasta er kollagen frábært fyrir hégómann heldur líka heilsuna. Því kollagen býr til filmu inn á þarmavegginn
Ég notaði kakó úr Veganbúðinni sem er eins og gamla Nesquick á bragðið.

Uppskrift
3 aldraðir bananar
2 dl haframjöl
2 dl Möndlumjöl (t.d frá NOW)
1 dl Sweet like Stevia erythritol
1 skófla Vital protein Kollagen prótín
2 msk dökkt bökunarkakó eða Kíki health úr Veganbúðinni
klípa sjávarsalt
1/2 tsp lyftiduft
4 dl ósætuð möndlumjólk (t.d Isola)
1 tsp vanilludropar ég nota Simply Organic úr Veganbúðinni… ekta vanillubragð
Aðferð
Hita ofninn í 180
Dúndra öllu stöffinu í blandara og blitza þar til mjúkt deig.
Hella í múffuform og baka í c.a 18-20 mín.
Helst dúndur mjúkt og gómsætt í 3-4 daga í ísskáp og alveg nokkrar vikur í frystinum. Tilvalið að nýta sunnudag í smá prepp og kippa svo út í tímaþröng á virkum morgnum.
