Sjúklega gómsætt BBQ bakað blómkál

  Þessir barbikjú blómkálsvængir trylla alla bragðlauka og eru svo yfirgengilega gómsætir að þú þarft enga aðra uppskrift fyrir meðlæti, snarl, forrétt eða hreinlega sem aðalrétt með hrísgrjónum eða kartöflum. Innihaldið eiga flestir til í skápunum, og ef ekki þá er 25% afsláttur af öllu heilsustöffi í Nettó þessa dagana, 24 september til 4. október. […]

Read More…

Dásamlegar sykurlausar dökkar súkkumúffur

Þessar morgunverðarmúffur er það sem er borðað á himnum. Súkkulaði og bananar eru kombó sem guðirnir fundu upp. Þessar múffur eru tilvaldar fyrir frystinn til að kippa einni út fyrir dúndur gómsætan og hollan morgunverð. Þessar múffur eru stútfullar af lími líkamans sem er kollagen sem dúndrar fullt af hári á hausinn, strekkir á húðinni […]

Read More…

Dalgona kaffi prótínsjeik

  Dalgona kaffi er að sprengja internetið og samfélagsmiðla um þessar mundir og allir og frændi þeirra keppast að pósta myndum á samfélagsmiðla af sötri á þessum kóreska kaffidrykk. Dalgona er eins og cappucino á hvolfi með freyðandi kaffiflöffi ofan á heitri eða kaldri mjólk. En hvað með að skúbba kaffiflöffi ofan á hnausþykkan vanilluprótínsjeik? […]

Read More…

Súkkulaðibombur – sykurlausar og seðjandi

Súkkulaði er uppspretta hamingjunnar segir Naglinn og skrifar. Súkkulaði örvar gleðistöðvarnar í heilanum því ð finna það bráðna í munninum kemur af stað dópamín framleiðslu og eykur serótónín sem eru taugaboðefnin sem gera okkur glöð.   Súkkulaði lætur þig dansa. Súkkulaði lætur þig syngja. Súkkulaði gerir þig glaðan.   Ég nota Lífsalt í þessa uppskrift […]

Read More…

Afmæliskaka Naglans

Þegar gúmmulaði og gleði í hollustukökum er troðið í smettið á hverjum degi þarf enginn að líða skort og slátra sykruðum kaloríuríkum hnallþórum sem skila engri næringu, bara sykursvita og samviskubiti. Naglinn á stórafmæli bráðlega og þessi kaka verður gúlluð enda vekur hún gleði og hamingju í munnholi og maga, Þegar við erum hamingjusöm í […]

Read More…

Ljúffengar laxavefjur

  Þú kemur heim úr vinnunni urlandi hungraður og nennan er í núlli til að búa til mat frá grunni. Þá geta Stabburet niðursuðudósir eins og makríll, túnfiskur eða lax verið þinn haukur í horni til að útbúa ljúffenga máltíð á núlleinni.   Ef þú átt soðin grjón eða kínóa eða bygg í ísskápnum þá […]

Read More…

Sykurlaus súkkulaðibúðingur

    Það verða samin ljóð um þennan súkkulaðibúðing. Hann sendir bragðlaukana í sturlunarástand því þeir trúa ekki að hér sé sykurlaust gúmmulaði að þvælast um munnholið. Ef þú átt þennan í ísskápnum eftir kvöldmatinn þarftu ekkert að óttast skápaskröltið sem herjar á sinnið eftir tíufréttir því sykurpúkinn steinþegir eftir að þessi er kominn í […]

Read More…

Sykurlaus og horaður vanilluís

Einfaldasti og fljótlegasti vanilluís í veröldinni takk fyrir tíkall. Og hann er sykurlaus og horaður. En líka veganvænn og laktósafrír. En líka glútenfrír og gómsætur.   Ísvélin sem þú keyptir í Sjónvarpsmarkaðnum getur haldið áfram að safna ryki í geymslunni fyrir aftan glósubækurnar úr gaggó. Því þú þarft ekkert nema klakabox og blandara. Uppskrift: 2 […]

Read More…

Smúðingsskál

Ég elska morgunmat. Ég er líka áferðarperri. Ég er líka átvagl og vil borða mikið og vera lengi að borða. Þess vegna er hnausþykkir smúðingar í miklu uppáhaldi. Stundum er þeim graðgað í ginið berrössuðum beint uppúr blandaranum með skeið. Engar ondúleringar eða vesen.   En stundum er þeim skúbbað í skál og puntaðir með […]

Read More…

Ostalaus ostasósa

Ostalaus ostasósa næringarger er parmesanostur veganætunnar. Næringarger gefur saltbragð í mat og brúklegt í allskonar fyrir átvögl. Til dæmis í pizzabotna, falafelbollur, ostapoppsblómkál,ostalausa ostasósu eins og þessa hér…..   Ostalausa ostasósan (veganvæn) 1 dl næringarger  (frá NOW eða Naturata) 2 msk MONKI tahini (sesamsmjör) 1 tsk salt 1 tsk hvítlauksduft 1 tsk túrmerik 1 dl […]

Read More…